ÁRBÓK 2004 - BORGARFJARÐAHÉRAÐ MILLI MÝRA OG HAFNARFJALLA

ÁRBÓK 2004 - BORGARFJARÐAHÉRAÐ MILLI MÝRA OG HAFNARFJALLA

ISK 4.200.00

Árbókin 2004 er lýsing á Borgarfirði ofan Hafnarfjalls og Skarðsheiðar og út að Mýrum og upp Norðurárdal.

Nánari upplýsingar um vöru

Efnistök:
Í bókinni er lýst eftirgreindum sveitum og svæðum: Borgarnes og Borgarhreppur, Andakíll og Bæjarsveit, Stafholtstungur, Skorradalur, Lundarreykjadalur, Flókadalur, Reykholtsdalur og Hálsasveit ásamt Geitlandi og Hallmundarhrauni, Hvítársíða, Þverárhlíð, Norðurárdalur og Holtavörðuheiði, og loks önnur heiðalönd og fjöll, annars vegar til suðurs og austurs frá Borgarfjarðardölum en þar eru helst Botnsheiði, afréttirnir Suðurfjall og Norðurfjall, umhverfi Oks, Kaldidalur og Geitlandsjöklar, hins vegar heiðalöndin miklu til norðurs frá héraðinu, Tvídægra og Arnarvatnsheiði ásamt umhverfi Eiríksjökuls.

Höfundur texta:
Freysteinn Sigurðsson f. 1941, jarðfræðingur á Orkustofnun.

Höfundur mynda:
Björn Þorsteinsson f. 1958, prófessor í lífeðlisfræði á Hvanneyri.

Landsuppdrættir:
Guðmundur Ó. Ingvarsson landfræðingur gerði 14 staðfræðikort af svæði bókarinnar eftir prentuðum frumgögnum Landmælinga og einnig teiknaði Guðmundur jarðfræðikort eftir gögnum frá jarðfræðingunum Hauki Jóhannessyni og Kristjáni Sæmundssyni, svo og gróðurfarskort eftir uppdrætti Náttúrufræðistofnunar.