Friðland að Fjallabaki

Árbók 2010 - Friðland að Fjallabaki

ISK 7.900.00

Friðland að Fjallabaki er eitt fegursta svæði Íslands og náttúrufar þar einstakt á heimsvísu.

Nánari upplýsingar um vöru

Árbók Ferðafélags Íslands fjallar að þessu sinni um Friðland að Fjallabaki en þar eru Landmannalaugar og nágrenni í öndvegi. Höfundur bókarinnar er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.

Friðland að Fjallabaki er eitt fegursta svæði Íslands og náttúrufar þar einstakt á heimsvísu. Bók, sem fjallar um slíkt svæði, nær aldrei að fanga viðfangsefnið til fulls en reynt hefur verið að birta lesandanum sem flest af áhugaverðum einkennum friðlandsins.

Náttúrufari, landi og staðháttum er lýst og getið örnefna og greindur uppruni þeirra eftir því sem kostur er. Saga mannaferða um friðlandið er rakin en hún er að mestu bundin við sauðfjárbúskap nálægra héraða. Annars vegar eru fjallferðir og smalamennska á Landmannaafrétti og hins vegar fjárrekstrar Skaftfellinga. Vörður og gömul sæluhús eru hluti af þeirri atvinnusögu. Þá er einnig sagt frá fyrstu ferðum og náttúrurannsóknum að Fjallabaki frá upphafi og fram til aldamótanna 1900. Loks eru kaflar um ferðamennsku að Fjallabaki, einkum í Landmannalaugum, bæði rómantískar fjallaferðir þangað fyrr á árum og uppbyggingu á ferðaþjónustu Ferðafélags Íslands í Laugum.