Konrad Maurer. Íslandsferð 1858

Konrad Maurer. Íslandsferð 1858

ISK 3.650.00

Prófessor Konrad Maurer dvaldist hálft ár á Íslandi árið 1858 og ferðaðist víða um landið. Hann hélt dagbók allan tímann og skrifaði síðar mikla ferðasögu. Sú saga lá lengi gleymd og grafin en fannst árið 1972.

Nánari upplýsingar um vöru

Prófessor Konrad Maurer dvaldist hálft ár á Íslandi árið 1858 og ferðaðist víða um landið. Hann hélt dagbók allan tímann og skrifaði síðar mikla ferðasögu. Sú saga lá lengi gleymd og grafin en fannst árið 1972.

Þessi ferðasaga er stórmerk heimild um land og þjóð, enda skrifuð af manni sem hafði yfirburðaþekkingu á sögu landsins, lögum og bókmenntum og kynntist auk þess fjölda manna úr öllum landshlutum og gat talað við þá á móðurmáli þeirra.

Konrad Maurer segir bæði kost og löst á Íslendingum, en öll frásögn hans einkennist þó af væntumþykju og virðingu fyrir þjóðinni, sögu hennar og samtíð. Ferðasagan eykur skilning okkar á eigin þjóð og sýnir okkur hve heillavænlegt getur verið að hyggja að fortíð á líðandi stundu.

Þýðandi bókarinnar er Baldur Hafstað.