Leiðir Skálholtsbiskupa um Lyngdalsheiði

Leiðir Skálholtsbiskupa um Lyngdalsheiði

ISK 1.400.00

Þetta bókakver er helgað Biskupaleiðinni yfir Lyngdalsheiði milli Skálholts og Þingvalla.

Nánari upplýsingar um vöru

Þetta bókakver er helgað Biskupaleiðinni yfir Lyngdalsheiði milli Skálholts og Þingvalla. Skyggnst er til fjalla af Skálholtshlaði og haldið þaðan norður fyrir Mosfell í Grímsnesi og fylgt götum norðvestur yfir Lyngdalsheiði á Þingvöll.

Þessa leið fóru þingreiðarmenn úr Skálholti á hverju vori, mættu öðrum í áföngum á heiðinni og urðu samferða á þingstað. Eftir götum á Lyngdalsheiði riðu biskupar með fylgdarmönnum áleiðis í vísitasíur vestur á land og sömu slóð fluttu faramenn stólsins aðdrætti sunnan frá sjó og í Skálholt.

Bókinni er ætlað að halda á lofti minningu þessara slóða sem áður lágu í alfaraleið. Kort og margar myndir prýða kverið sem er jafnframt stútfullt af sögulegum fróðleik um svæðið.

Höfundur er Guðrún Ása Grímsdóttir, sagnfræðingur frá Apavatni í Grímsnesi.