VATNALEIÐIN

VATNALEIÐIN

ISK 1.900.00

Fjalllendið milli Snæfellsness og Borgarfjarðar, Dala og Mýra er lítt þekkt öllum almenningi.

Nánari upplýsingar um vöru

Margbreytilegt fjalllendi og heiðarlönd setja svip á svæðið en ekki síst eru það öll vötnin frá Hlíðarvatni í Hnappadal að Hreðavatni í Norðurárdal.

Árið 1995 hóf Ferðafélag Íslands að efna til gönguferða á þessum slóðum, þvert yfir dali og meðfram vötnum. Til varð gönguleið sem síðan er kölluð Vatnaleiðin og hefur notið vaxandi vinsælda hjá göngufólki. Leiðin er að jafnaði gengin á þremur dögum.

Í þessu riti eru aðgengilegar leiðarlýsingar og kort, bæði varðandi Vatnaleiðina milli Hnappadals og Norðurárdals og eins um áhugaverð göngusvæði á báðar hendur.