HVANNGIL


Aðstaða í skála


Lýsing

Skálinn í Hvanngili er rúmgóður skáli á tveimur hæðum þar sem 60 manns geta sofið.

Á neðri hæðinni er stórt anddyri, lítið eldhús og tveir svefnsalir með kojum, borðum og stólum. Á efri hæðinni eru tveir svefnsalir til viðbótar þar sem sofið er á dýnum á gólfinu. Skálavarðahús stendur skammt frá skálanum sem og salernishús með sturtum. Vetrarkamar er í salernishúsinu sjálfu.

Nokkurn spöl frá skálaþyrpingunni er hesthús með eldunaraðstöðu og svefnlofti sem hýsir 20 manns. Við hesthúsið eru vatnssalerni og tjaldstæði.

Tjaldstæðið er inni í Hvanngilshrauninu rétt hjá skálanum. Þar er mikið skjól og gott að tjalda ef veður eru válynd.


Staðsetning á korti

-

8.000 kr

4.500 krUpplýsingar


N 63°51.470 -W 19°13.640


490 0138


60


550 M

Hægt er að komast að skálanum á jeppa

Frá seinni hluta júní og fram í sept