HVÍTÁRNES


Aðstaða í skála


Lýsing

Sæluhúsið í Hvítárnesi er elsti skáli Ferðafélags Íslands. Húsið er reist 1930 og er byggingin friðuð.

Skálinn er á tveimur hæðum og þar geta 30 manns sofið. Á neðri hæðinni er anddyri, lítið og þröngt eldhús og tvö herbergi með kojum. Á efri hæðinni er svefnloft með dýnum á gólfinu og lítið herbergi með dýnum.

Í eldhúsinu er rennandi vatn, gashellur og eldhúsáhöld. Salernishús er spölkorn frá skálanum en engar sturtur. Tjaldað er á grasbala við salernishúsið.


Staðsetning á korti

-

6.000 kr.

4.000 kr.Upplýsingar


N 63°51.470 -W 19°13.640

30


550 M

Hægt er að komast að skálanum á jeppa

Frá seinni hluta júní og fram í sept