LANDMANNALAUGAR


Aðstaða í skála


Lýsing

Skáli Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum er stór og rúmgóður og þar geta 78 manns sofið. Skálinn er á tveimur hæðum. Á neðri hæðinni er anddyri, stórt eldhús þar sem hægt er að setjast niður og borða og stór svefnskáli með kojum. Á efri hæðinni eru þrjú svefnloft með samliggjandi rúmbálkum og eitt lítið herbergi með kojum.

Skálinn tengist salernishúsi með góðum trépalli. Salernishúsið er stórt og þjónar ekki bara skála- og tjaldgestum svæðisins, heldur líka þeim fjölmörgu daggestum sem heimsækja Landmannalaugar. Sturtur eru í salernishúsinu. Rúmgott skálavarðahús stendur skammt frá.

Í Landmannalaugum hefur um nokkurt skeið verið rekið lítið kaffihús og verslun þar sem hægt er að kaupa helstu nauðsynjar.

Fyrsta sæluhús FÍ í Laugum var reist árið 1951.


Staðsetning á korti

-

8.000 kr.

4.500 kr.Upplýsingar


N 63°59.600 -W 19°03.660


860-3335


78


550 M

Hægt er að komast að skálanum á jeppa

Flesta daga ársins, nánari upplýsingar á skrifstofu FÍ