Skilmálar

SKILMÁLAR

Nauðsynlegt er að panta skálagistingu.

Við bókun þarf að greiða staðfestingargjald, 1.000 kr á mann fyrir hverja gistinótt. Gjaldið greiðist bæði af félagsmönnum og utanfélagsmönnum en börn innan 6 ára eru ekki gjaldskyld. Staðfestingargjald vegna afbókaðra gistiplássa fæst ekki endurgreitt og gengur ekki upp í lokagreiðslu ef fækka þarf bókuðum plássum.

Greiða þarf gistigjöld að fullu með minnst 6 vikna fyrirvara til að tryggja gistipláss og forðast óþægindi.

Hópabókanir skal greiða í einu lagi. Áður en greiðsla fer fram þarf forsvarsmaður hópsins að framvísa nafnalista þar sem kennitölur félagsmanna koma fram. Eftir greiðslu fær forsvarsmaður þjónustubeiðni til að framvísa í skála.

Ef skálagisting er afpöntuð gilda eftirfarandi reglur.

Endurgreitt að staðfestingargjaldi frátöldu:

  • • Afbókun 14 dögum fyrir dagsetningu, 80% endurgreiðsla af gistigjaldi.
  • • Afbókun 7 dögum fyrir dagsetningu, 50% endurgreiðsla.
  • • Ekki er endurgreitt ef afbókað er innan viku frá dagsetningu.

Ekki er endurgreitt vegna veðurs eða annarra náttúruafla, seinkunar eða ef viðkomandi mætir ekki á staðinn.

Ferðafélag Íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Farþegar ferðast með félaginu á eigin ábyrgð.
Félagið hvetur fólk til að kaupa ferða- og slysatryggingar fyrir ferðir.

Vinsamlega kynnið ykkur upplýsingar um útbúnað og veður áður enn lagt er afstað.