Verð og bókanir

GISTIBÓKANIR

Skálar Ferðafélags Íslands og deildanna eru á 40 stöðum víðs vegar um land og allur almenningur getur nýtt þau óháð aðild að Ferðafélaginu. Einnig er hægt að tjalda við flest sæluhús FÍ.

Athugið að yfir sumartímann er skálagæsla í flestum skálum FÍ. Yfir vetrartímann eru skálarnir hins vegar læstir en hægt er að nálgast lykla að flestum þeirra á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6.

  • Skálagisting er bókuð á skrifstofu FÍ í síma 568 2533.
  • Nauðsynlegt er að panta og greiða gistingu fyrirfram.
  • Þeir sem hafa staðfesta gistipöntun ganga fyrir í skálum. Sé pláss eru félagsmenn FÍ næstir í röðinni.
  • Börn og unglingar 7-18 ára í fylgd forráðamanna greiða hálft gjald en börn 6 ára og yngri gista ókeypis.

Gist í skála

AFBÓKANIR

  • Ef afbókað er meira en 14 dögum fyrir gistidagsetningu nemur endurgreiðsla 80% af gistigjaldi.
  • Ef afbókað er meira en 7 dögum fyrir gistidagsetningu nemur endurgreiðsla 50% af gistigjaldi.
  • Ekki er endurgreitt ef afbókað er innan viku fyrir bókaða gistidagsetningu.


VERÐSKRÁ Í SKÁLA FÍ 2017 - Gildir frá 1. maí 2017

Skáli

Verð / Félagsverð

Álftavatn 8000 / 4500 kr.
Baldvinsskáli6500 / 4000 kr.
Emstrur 8000 / 4500 kr.
Hagavatn5500 / 3500 kr.
Hlöðuvellir6000 / 4000 kr.
Hornbjargsviti8000 / 4500 kr.
Hrafntinnusker8000 / 4500 kr.
Hvanngil8000 / 4500 kr.
Hvítárnes6000 / 4000 kr.
Landmannalaugar 8000 / 4500 kr.
Norðurfjörður7000 / 4500 kr.
Nýidalur8000 / 4500 kr.
Þjófadalir5500/ 3500 kr.
Þórsmörk/Langidalur8000 / 4500 kr.
Þverbrekknamúli6000 / 4000 kr.
Tjaldgisting2000 / 1000 kr.
Aðstöðugjald *500 / 500 kr.
Sturtugjöld **500 / 500 kr.

* Ef aðstaða við skála FÍ er nýtt svo sem klósett og grill, án þess að gista, þá þarf að greiða aðstöðugjald. Einungis er hægt að nýta aðstöðu innandyra ef nóg pláss er í skálanum.

** Sturtugjöld eru hvorki innifalin í skálagistingu né aðstöðugjaldi. Greiða þarf í sturturnar með smámynt í þar til gerða sjálfsala.