FÍ sérkjör í ævintýraferð til Grænlands

06/02/2017

Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands bjóðast félögum í FÍ sérstök afsláttarkjör í mikla ævintýraferð til Grænlands dagna 2.-13. september 2017.

Flogið er til Grænlands og siglt með íslensku skemmtiferðaskipi um marga af fegurstu stöðum Grænlands áður en siglt er heim til Íslands.

Iceland ProCruises er eina félagið, þar sem íslenskir aðilar reka skemmtiferðaskip með heimahöfn í Reykjavík á sumrin.

Í þessari ævintýraferð til Grænlands sem kallast Natural Wonders of Greenland and Iceland verður flogið frá Keflavík (innifalið í verði) til Kangerlussuaq í Syðri-Straumfirði þar sem skipið, Ocean Diamond, bíður farþeganna. Ferðin endar á heimkomu skipsins til Reykjavíkur.

Skipið tekur að hámarki 200 farþega en 106 eru í áhöfn. Aðalfararstjórar eru íslenskir. Verð á mann í tveggja manna káetu er frá kr. 399 þús.

Graenland3.jpg Graenland2.jpg

Þeir sem hafa áhuga hafi samband Þóru Lind hjá Iceland ProCruises sem er með skrifstofu í Ármúla 15 í síma 510 3600 og [email protected] Einnig er hægt að hringja í Óttar Sveinsson (Útkall) í s. 891 6872.

Ferðaáætlunin:
http://www.icelandprocruises.is/pages/cruise-trips...

Myndband úr ferðinni:Ljósmyndir úr ferðinni:
https://www.dropbox.com/sh/0ifx3blzbcarpci/AACP-Yw...


Graenland4.jpg