Jákvæðir og bjartsýnir FÍ starfsmenn

04/04/2017

Starfsmenn FÍ eru jákvæðir, glaðlyndir, úrræðagóðir, skipulagðir, yfirvegaðir, fróðir, þolinmóðir, vinnusamir, duglegir, lausnamiðaðir, skemmtilegir, hjálpsamir, hugmyndaríkir, traustir, drífandi, líflegir, bjartsýnir, hressir, jarðbundnir, hógværir, hláturmildir og traustvekjandi.

Þetta var meðal þess sem kom út úr skemmtilegri þemavinnu á starfsmannafundi Ferðafélags Íslands í morgun, þar sem starfsmenn áttu að lýsa sjálfum sér og samstarfsmönnum sínum.

Allur aprílmánuður verður tileinkaður starfsmannamálum hjá FÍ með þemavikum og fyrirlestrum, teymisvinnu og óvissuferð.

Við hvetjum félagsmenn til að kíkja í heimsókn á skrifstofu FÍ í Mörkinni 6 og heilsa upp skemmtilega, bjartsýna og hjálpsama fólkið sem daglega vinnur jákvætt, duglegt og skipulega að framgangi Ferðafélags Íslands :)