Störnuskoðun með Sævari Helga

26/01/2017

Stjörnu- og norðurljósaferð Ferðafélags barnanna hefur verið frestað um sólarhring eða til laugardagskvöldsins 28. janúar.

Betur viðrar til himinskoðunar á laugardaginn en á föstudaginn og verður haldið að Kaldárseli í Hafnarfirði til að horfa til himins.

Það er stjörnumiðlari Íslands, Sævar Helgi Bragason, sem mun fræða þátttakendur um það sem fyrir augu ber.

Sjá allt sem þú vildir vita um ferðina hér.