Útgáfa

Ferðafélag Íslands er umfangsmesti útgefandi fróðleiks um ferðalög á Íslandi.

Á hverju ári er gefin út árbók sem fjallar með ítarlegum hætti um afmörkuð, en áhugaverð svæði á Íslandi. Árbækurnar gefa í senn ferðafólki góðar ferðaupplýsingar og veita einnig innsýn í sögu og þjóðlegan fróðleik.

Ferðafélagið kemur einnig að útgáfu ýmiskonar smærri rita og handbóka ár hvert. Hér má finna upplýsingar um útgefið efni um einstök svæði og einnig er hægt að panta með einföldum og þægilegum hætti það efni sem áhuga vekur.