Fræðslurit

Fræðslurit FÍ

Ferðafélagið kemur einnig að útgáfu ýmis konar smærri rita og handbóka ár hvert. Þar á meðal eru svokölluð Fræðslurit FÍ. Þessi rit benda gjarnan á leiðir sem ekki eru á allra vitorði og leiða þannig göngumenn á nýjar slóðir. Einnig gera þau gönguferðirnar ánægjulegri og eftirminnilegri þar sem fróðleikurinn skapar skemmtilegar tengingar við atburði og sögur úr fortíðinni.

Upplýsingarnar eru settar fram í stuttum köflum svo auðvelt er að finna lýsingar og fróðleik sem við á hverju sinni. Þá eru ritin í þægilegu broti svo auðvelt er að hafa þau meðferðis í lengri og skemmri ferðir.