Hvernig á að ljósmynda norðurljósin? Lærðu allt um það á námskeiði hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Á námskeiðinu læra þátttakendur að stilla myndavélarnar til að ljósmynda norðurljós að næturlagi, stilla fókus, ISO, lokunarhraða, ljósop og hvernig á að velja fylgihluti.
Til þess að ná að fanga norðurljós á ljósmynd þarf sá sem tekur myndina að hafa grunnskilning á stillingum myndavélarinnar, linsu og jafnframt hvaða aukahluti er gott að hafa til að auka líkurnar á að norðurljósin skili sér á mynd.