Eitt fjall á mánuði 2013 - kynningarfundur 10. janúar

Kynningarfundur fyrir eitt fjall á mánuði 2013 verður 10. janúar í sal FÍ MÖrkinni 6 og hefst kl. 20.

Nýtt verkefni hefst í lok janúar 2013.
 Umsjónarmenn verða þeir sömu; Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. 

Sérstakur kynningarfundur verður haldinn 10. janúar kl. 20.00 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6.

Allir velkomnir 

 

 Þátttökugjald 30.000 kr.


Fjall mánaðarins 2013 - Fjallalisti

26 janúar Stóra Kóngsfell í Bláfjöllum. 602m.

23 febrúar Ingólfsfjall. 551m.

16 mars Akrafjall. 643m.

27 apríl m. Grænadyngja á Reykjanesi. 400m.

25 maí m. Þríhyrningur. 675m.

29 júní m. Smjörhnúkur í Hítardal. 902m.

6 júlí Skessuhorn. 963m.

31 ágúst m. Skjaldbreiður. 1066m.

28 september Esja Hátindur – Móskarðahnúkar. 909m.

26 október  Ármannsfell. 764m.

16 nóvember Vörðufell á Skeiðum. 392m.

7 desember  Mosfell í Mosfellsdal 285m.

Alltaf farið á eigin bílum. Fólk sameinast í bíla eftir hentugleikum.

Að jafnaði samferða úr Mörkinni 6 að upphafsstað göngu en þeir sem vilja geta komið beint þangað.
Upplýsingar og kort birtast á heimasíðu FÍ í tæka tíð. T.d. á morgun.
Ferðum ekki aflýst nema Almannavarnir hvetji fólk til að vera ekki á ferli.
Séu aðstæður sérlega erfiðar eða varasamar munu fararstjórar gefa út tilkynningu í tæka tíð um breytta áætlun.
Annars er stuðst við regluna: Það er ekki til vont veður, aðeins rangur klæðnaður.

Hundar verða að hlíta sérstökum reglum.  Aftast í hópnum og alltaf í bandi.

Sérstakir fararstjórar annast umsjón verkefnisins. Að jafnaði fimm til sex talsins.
Samtals hæð fjallanna 9899 m.  Samtals hækkun á göngu: 7540 m.

Mikilvægt er að fólk hugi að búnaði sínum og eru hér því nokkur atriði til athugunar.

Þrenna vettlinga. Ullarvettlinga eða hlýja flís, vindlúffur og aukavettlinga.
Auka sokka.
Auka húfu eða buff.
Ullarnærföt.
Góð peysa.
Göngubuxur
Engan bómullarfatnað
Vind og vatnsheldur stakkur og buxur
Nesti, vatn og heitt á brúsa.
Huga að gönguskónum. Bera á þá feiti eða vatnsvörn.
Gott að hafa legghlífar
Gott að hafa göngustafi.
Gott að hafa mannbrodda eða gúmmíbrodda.
Einnig er um að gera ef fólk hefur tækifæri að ganga meira á milli ferða til að auka þrek og hafa þannig meiri ánægju af ferðunum. Gönguferðir á Þverfellshorn Esju t.d upp að steini, eða á fellin í nágrenni Reykjavíkur eins og Úlfarsfell, Helgafell eru tilvaldar. Benda má á að FÍ stendur fyrir ferðum á Esju reglulega.