Ferðaáætlun 2013 komin út - Fjölbreytt sumardagskrá framundan segir Sigrún Valbergsdóttir formaður ferðanefndar

Með orkuna undir iljunum

 

Sigrún-Valbergsdóttir-200
Sigrún Valbergsdóttir varaforseti FÍ

„Þegar við hefjumst handa í lok hvers sumars við að undirbúa gönguferðir næsta sumars erum við enn með orkuna undir iljunum og margar góðar og spennandi hugmyndir. Við reynum að finna ný svæði á hverju ári án þess að gleyma ferðunum sem hafa notið vinsælda á undanförnum árum. Svo þarf að finna gott leiðsögufólki ssegir Sigrún Valbergsdóttur, formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands.Það er að mörgu að hyggja,“

Margar nýjungar

Ferðaáætlunin skiptist í nokkra flokka. Sumarleyfisferðirnar eru vinsælastar, þær verða hátt í fjörutíu talsins næsta sumar. Þar er um að ræða gönguferðir; fjögurra til átta daga og má þar nefna ferðir um Hornstrandir, Laugaveginn og Þjórsárver.

„Í þessar ferðir og fleiri hafa margir sótt. Almennt má segja að við höfum það að leiðarljósi að bjóða margar nýjungar í ferðaáætlun hvers árs, enda stækkar hópurinn sem fer í þessar ferðir ár frá ári. Við reynum að nýta skála félagsins eins og hægt er í ferðunum, en þeir eru hátt í 40 víða um landið,“ segir Sigrún.

 Þátttakan verður góð

„Já, ég held að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi, enda erum við með allt landið undir. Fjölbreytnin er ofarlega á blaði hjá ferðanefndinni og áhugaverðar nýjungar, svo ég er viss um að þátttakan í ferðum ársins verður góð, rétt eins og undanfarin ár,“ segir Sigrún Valbergsdóttur, formaður ferðanefndar FÍ.