Fjall mánaðarins í september er Vestursúla í Botnsúlum.

vestursula

Níunda  ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 29. september.

 

Gengið verður á Vestursúlu Botnsúlna  sem er 1086  m.

Vestursúla er áberandi frá Hvalfirði og er hluti af Botnsúlum sem telur nokkra tinda.

Vestursúla er gott útsýnisfjall og auðvelt uppgöngu.

Botnsúlur eru rofleif af megineldstöð og hafa jöklarnir sorfið niður jarðlögin og skilið eftir hvassa tinda og hryggi.

Gönguleið okkar liggur frá Stóra Botni í Botnsdal.

Leiðin frá bílastæði við hliðið að bænum yfir túnið og á göngubrú yfir Botnsá. Síðan er fylgt slóða sem liggur áleiðis upp á Leggjarbrjót sem er gömul þjóðleið milli Þingvalla og Hvalfjarðar. Síðan er lagt á brattan upp vesturhlíð fjallsins og að lokum genginn hryggur sem leiðir okkur á tindinn.

Þar sem gönguhópurinn er stór verður honum skipt í hraðan og hægari gönguhóp ef aðstæður eru góðar. Þannig ætti gönguhraði að vera við allra hæfi.

Mikilvægt er að vera búin og í samræmi við veður og aðstæður.

Upphafsstaður göngu er á bílastæði við Stóra Botn í Botnsdal í Hvalfirði.

Ekið er um Kjalarnes og beygt til hægri Hvalfjarðarveg, (ekki fara í Hvalfjarðargöngin).Ekið síðan sem leið liggur inn í Hvalfjarðarbotn og beygt til hægri inn í Botnsdal framhjá gamla Botnsskála. Þeim vegi er fylgt til enda að bílastæði við hlið inn á túnin við Stóra botn.

Þar hefst gangan kl. 09.45. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 08.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.

Vestursula


Um er að ræða 1000 metra hækkun og lengd göngu er 13 km. fram og til baka.

Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla  um kl. 16.00- 17.00

Fararstjórar eru:

Örvar Aðalsteinsson                   8993109
Ævar Aðalsteinsson                   6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir                8622863
Einar Ragnar Sigurðsson         8998803
Pétur Ásbjörnsson                      8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir               6617746