Fréttatilkynning frá Ferðafélagi Íslands
Stútfull ferðaáætlun FÍ komin út - bókanir hefjast 7. Janúar
Ferðaáæltun Ferðafélags Íslands er nú komin út
Glóðvolgri Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands fyrir árið 2013 verður dreift til félagsmanna 4. janúar og eins með Morgunblaðinu 5. janúar.
Byrjað verður að bóka í ferðir félagsins mánudaginn 7. janúar.
Hægt er að skoða ferðaáætlunina á heimasíðu FÍ www.fi.is.
Ferðaáætlunin er beinlínis bólgin af skemmtilegum ferðum og alls konar nýjungum, meðal annars stigvaxandi gönguskíðaferðum, ferðum á nýja toppa í Öræfafjöllunum, sögugöngu á slóðir Íslendingasagna, ferðum um háhitasvæði landsins í samstarfi við Landvernd, jógaferðum, alls konar ævintýralegum barna- og fjölskylduferðum, ferð þar sem blandað er saman göngu, hjólreiðum og siglingu, hringferðum um fjallatoppa og skundi eftir endilöngum fjallgörðum, göngum um eyðibyggðir, söguslóðir, þjóðleiðir, þjóðgarða, draugaslóðir, grónar grundir og eyðisanda, fræðsluferðum í samstarfi við Háskóla Íslands og margvíslegum göngum með heimamönnum í hinum ýmsu deildum Ferðafélags Íslands um allt land.
„Þegar við hefjumst handa í lok hvers sumars við að undirbúa gönguferðir næsta sumars erum við enn með orkuna undir iljunum og margar góðar og spennandi hugmyndir. Við reynum að finna ný svæði á hverju ári án þess að gleyma ferðunum sem hafa notið vinsælda á undanförnum árum. Svo þarf að finna gott leiðsögufólki ssegir Sigrún Valbergsdóttur, formaður ferðanefndar Ferðafélags Íslands.Það er að mörgu að hyggja,“
Ferðaáætlunin skiptist í nokkra flokka. Sumarleyfisferðirnar eru vinsælastar, þær verða hátt í fjörutíu talsins næsta sumar. Þar er um að ræða gönguferðir; fjögurra til átta daga og má þar nefna ferðir um Hornstrandir, Laugaveginn og Þjórsárver.
„Í þessar ferðir og fleiri hafa margir sótt. Almennt má segja að við höfum það að leiðarljósi að bjóða margar nýjungar í ferðaáætlun hvers árs, enda stækkar hópurinn sem fer í þessar ferðir ár frá ári. Við reynum að nýta skála félagsins eins og hægt er í ferðunum, en þeir eru hátt í 40 víða um landið,“ segir Sigrún.
„Já, ég held að allir eigi að finna eitthvað við sitt hæfi, enda erum við með allt landið undir. Fjölbreytnin er ofarlega á blaði hjá ferðanefndinni og áhugaverðar nýjungar, svo ég er viss um að þátttakan í ferðum ársins verður góð, rétt eins og undanfarin ár,“ segir Sigrún Valbergsdóttur, formaður ferðanefndar FÍ.