Náttúruupplifun í jólapakkann

Gefðu þeim sem þú elskar hlutdeild í náttúru Íslands þessi jól!

Gjafakort í ferðir Ferðafélags Íslands, félagsskírteini sem opnar frábæra fjallamöguleika eða útivistarbækur. Allt þetta og meira til á skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 eða í síma: 568 2533.

Árgjald FÍ og gjafakort FÍ

Árgjald Ferðafélags Íslands er tilvalin jólagjöf sem gefur aðgang að skemmtilegum félagsskap, heilbrigðri útiveru og góðri hreyfingu.

Félagsaðild í FÍ veitir aðgang að ferðum og skálum á góðum kjörum og afslætti í fjölda verslana.

Gjafakort FÍ í ferðir og gönguverkefni er frábær jólagjöf fyrir ferðamanninn.

Árbækur FÍ - Ritröðin öll

Einstakur bókaflokkur um náttúru Íslands í 87 bindum.

Laugavegurinn - Ljósmyndabók

Þessi veglega Ljósmyndabók um Laugaveginn er samsafn landslagsljósmynda Bjarkar Guðbrandsdóttur um gönguleiðina frá Landmannalaugum í Þórsmörk.

Fræðslurit FÍ

Handhæg rit um gönguleiðir og svæði, söguslóðir o.fl. Hellismannaleið, Almannavegur yfir Ódáðahraun, Laugavegurinn, Vatnaleiðin, Norður við Fjölvindahaf og margt, margt fleira.

Árbók FÍ 2015

Vestur Húnavatnssýsla - frá Hrútafjarðará að Gljúfurá.