Nýr Baldvinsskáli Ferðafélags Íslands á Fimmvörðuhálsi

Baldvinsskali-1-500

Nýr Baldvinsskáli Ferðafélags Íslands var fluttur á Fimmvörðuháls um sl. helgi. Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ segir að með nýjum skála vilji FÍ tryggja öryggi ferðamanna á Fimmvörðuhásli og bæta alla aðstöðu þeirra sem gangi leiðina yfir Fimmvörðuháls.

,,Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er ein vinsælasta gönguleið landsins.  Við keyptum Baldvinsskála af Flugbjörgunarsveitinni Skógum árið 2007 en skálinn var þá kominn til ára sinna og í slæmu standi.  Við byggðum nýjan skála árið 2010 og sóttum um öll leyfi en það var ekki fyrr en í sumar að þau mál öll kláruðust.´Með nýjum skála verður aðstaða fyrir ferðamenn á Fimmvörðuhálsi miklu betri og um öryggi með góðu húsaskjóli.  Við hugsum skálann fyrst og fremst sem aðstöðu fyrir ferðamenn til að komast í skjól og borða nestið en ekki til gistingar og bendum á ágætan skála Útivsitar ofar á Fimmvörðuhálsi fyirir þá sem vilja gista." 

Baldvinsskali-2-500

Nýi skálinn mun áfram bera nafnið Baldvinsskáli til heiðurs Baldvini Sigurðssyni sem var aðalmaðurinn i uppbyggingu gamla skálans og vann mikið þrekvirki. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ vonar að alllir ferðamenn verði nú duglegir að nota nafnið Baldvinskáli og hið leiðinlega orð Fúkki leggist af. ,,Það var mjög leiðinlegt orð og kannski mest til vitnis um þá skeflilegu umgengni sem einhver hluti ferðamanna sýnir í ferðum um skála á hálendinu. Við höfum orðið vitni að því að menn hafa nánast migið og skitið í og við skála og það er að sjálfsögðu engum til sóma, "

,,Við viljum hvetja alla til að ganga vel um nýjan Baldvinsskála líkt og alla aðra skála í hálendinu og ferðamenn muni að hér er verið að byggja upp aðstöðu fyrir þá, aðstöðu sem öllum stendur opin og því mikilvægt að ferðamenn sýni samstöðu um að ganga vel um," 

Baldvinsskali-3-500

Þessir flutningar voru langt og strangt verkefni,“ segir Stefán Helgason húsasmiður í Vorsabæ í Flóa. Nýr skáli Ferðafélags Íslands á Fimmvörðuhálsi var um helgina fluttur frá Skógum undir Eyjafjöllum upp undir hábungu hálsins. Þar stóð fyrir Baldvinsskáli, sem FÍ eignaðist fyrir nokkrum árum. Sú bygging verður tekin ofan, enda orðin feyskin.

Nýi skálinn er líkt og hinn fyrri A-laga bygging og er 63 fermetrar að flatarmáli. Með þessu hyggst Ferðafélag Íslands koma enn betur til móts við þann mikla fjölda fólks sem gengur yfir Fimmvörðuháls, en fáar leiðir njóta viðlíka vinsælda meðal útivistarfólks. Þúsundir fara um þessar slóðir á hverju ári og þar eru ummerki eldsumbrotanna vorið 2010 mikið aðdráttarafl.

Skálinn var fluttur upp á hálsinn með vögnum og vinnuvélum.