Páskahelgin var nýtt til fullnustu í Þórsmörk þar sem hópur vaskra sjálfboðaliða gerði sér lítið fyrir og reif gamla pallinn við skálann og smíðaði nýjan!
Efnt var til vinnuferðar inn í Langadal yfir páskahelgina þar sem þátttakendum bauðst að dvelja á þessum dásamlega stað gegn því að aðstoða við pallasmíði. Yfir tíu manns mættu á svæðið og tóku til hendinni af miklum myndarskap undir verkstjórn Halldórs Hafdals Halldórssonar.
Veðrið lék við mannskapinn með einmuna blíðu og áður en helgin var á enda runnin var búið að rífa fúnu pallana við skálann og salernishúsið og smíða nýja palla í stað þeirra gömlu.
Að auki gaf hópurinn sér tíma til að njóta samverunnar og náttúrunnar, ganga um svæðið og upp á Valahnúk, borða saman dýrindis páskalamb og síðast en ekki síst dást að einhverjum fallegasta bálkesti sem sögur fara af í Langadal, hlöðnum úr gamla pallaefninu :)