Bara gaman í FÍ Landvættum

Í FÍ Landvættum er bara gleði og gaman og allir geta orðið heimsmeistarar.
Í FÍ Landvættum er bara gleði og gaman og allir geta orðið heimsmeistarar.

„GAMAN“, er opinbert mottó og herhóp FÍ Landvætta, sem hópurinn notar gjarnan þegar á móti blæs og þörf er á jákvæðri hvatningu til að keyra sig áfram! Nú er búið að opna fyrir skráningu í þetta geysivinsæla verkefni og við hvetjum fólk til að skrá sig fyrr en síðar, því hópurinn er fljótur að fyllast. FÍ Landvættir 2021 stendur í rúma níu mánuði eða frá byrjun nóvember 2020 til júlíloka 2021 og hefur það takmark að undirbúa og fylgja þátttakendum í gegnum allar fjórar þrautir Landvættanna, þ.e. Fossavatnsgönguna, Bláalónsþrautina, Þorvaldsdalsskokkið og Urriðavatnssundið. Tvær æfingaleiðir standa til boða, þ.e. FÍ Landvættur: Heill og FÍ Landvættur: Hálfur.

FÍ Landvættir hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár í umsjón Brynhildar Ólafsdóttur og Róberts Marshall ásamt fríðu föruneyti margreyndra þjálfara og margfaldra landvætta. Bókast hefur hratt í verkefnið á fyrstu dögum skráningar enda þátttakendur að fjárfesta í gleði, hamingju og hreysti. 

 

Nánari upplýsingar og skráning