Ferðafélag Íslands endurmetur stöðuna vegna Covid 19

Í ljósi nýrra reglna vegna Covid 19 sem taka gildi 14. ágúst hefur Ferðafélag Íslands yfirfarið stöðuna í starfi sínu. Í nýjum reglum er ekkert sem breytist varðandi starfsemi félagsins frá fyrri reglum í lok júlí. Tveggja metra reglan er áfram regla sem FÍ þarf að fylgja í sínu starfi.

Öllum lengri ferðum félagsins með stórum hópum, rútu, gistingu og mikilli nálægð þar sem ómögulegt er að tryggja 2 metra regluna er aflýst.

Öllum dagsferðum þar sem þátttakendur koma á eigin vegum og geta virt tveggja metra regluna verður haldið áfram.

Öll verkefni félagsins sem fara eiga af stað í lok ágúst og byrjun september eru áfram á dagskrá með áherslu um sóttvarnir og fjarlægðarmörk.

Öllum ferðum félagsins þar sem þekkt er að þátttaka er yfir 100 manns er aflýst í ljósi núverandi reglna.

Allt gistipláss í skálum félagsins hefur verið takmarkað og mikil áhersla lögð á sóttvarnir, skipulag á skálasvæðum og í skála, m.a. annars varðandi notkun á eldhúsi, í matsal og á salernum.

Ferðafélag Íslands leggur áherslu á að sýna ábyrgð í sínu starfi og hvetur almenning til að fylgja reglum sóttvarnarlæknis. Við erum öll almannavarnir.

Ferðafélag Íslands hvetur fólk til að huga að heilsunni og vera duglegt að fara út að ganga og njóta íslenskrar náttúru.