Ferðafélag Íslands og Fjallakofinn í samstarfi

Á fjöllum er mikilvægt að vera í vönduðum góðum útivistarfatnaði.  FÍ hefur frábæra reynslu af Marmot, Artryx, Patagonia, Scarpa og fleiri vörumerkjum sem finna má í Fjallakofanum.
Á fjöllum er mikilvægt að vera í vönduðum góðum útivistarfatnaði. FÍ hefur frábæra reynslu af Marmot, Artryx, Patagonia, Scarpa og fleiri vörumerkjum sem finna má í Fjallakofanum.

Ferðafélag Íslands og Fjallakofinn hafa gert með sér nýjan samning til þriggja ára. Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Halldór Hreinsson framkvæmdastjóri Fjallakofans skrifuðu undir samninginn í Fjallakofanum í dag. ,,Þetta er verðmætur samningur fyrir báða aðila. Við viljum veita félögum í FÍ, fararstjórum og öllum þátttakendum í hinum fjölmörgu verkefnum Ferðafélagsins besta útivistarbúnað sem völ er á og um leið á góðum kjörum. Þetta hefur verið ánægjulegt samstarf sl. átta ár, " sagði Halldór Hreinsson við undirskrift samningsins.