FÍ Gönguferðir eldri og heldri

Það er fátt eins heilsubætandi og góður göngutúr nema þá kannski göngutúr í skemmtilegum hópi. Ferðafélag Íslands fer aftur afstað með gönguverkefnið FÍ Gönguferðir eldri og heldri sem hefst 14. september og lýkur því 30. nóvember. Kolbrún Björnsdóttir mun leiða hópinn en gengið verður tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum kl. 10 og gengið verður í 60-90 mínútur.
Verkefnið kostar 5.000 kr fyrir félagsmenn en 12.900 kr með árgjaldi FÍ 2020. 

Nánari upplýsingar um FÍ Gönguferðir eldri og heldri

Ferðafélagið áréttar að ekkert sé því til fyrirstöðu að fólk taki þátt í verkefnum félagsins enda eru þátttakendur hvattir til að mæta á einkabílum og viðhalda eins metra bilinu sem auðvelt er að ná úti við. Að auki sinnir svo hver og einn þeim persónulegu sóttvörnum sem felast í hreinlæti og því að halda sig heima ef einhver einkenni eru til staðar sem gætu verið vísbending um veikindi.