Austfjarðarveisla - á skíðum skemmti ég mér

FÍ fjallaskíðahópur á góðum degi
FÍ fjallaskíðahópur á góðum degi

Nokkur sæti eru í laus í Austfjarðarveisluna, 4 daga fjallaskíðaferð með FÍ 

Í ferðinni er gengið á: 

Snæfell. (1833 m). Hæsta fjall á Íslandi utan jökla og innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Frábært fjall til fjallaskíðunar þegar aðstæður eru góðar og hægt að skíða nokkrar ólíkar leiðir á því.

Kistufell inn af Reyðarfirði. (1239 m). Hæsta fjall við Austfjarðaströndina sem býður upp á frábæra langa fjallaskíðabrekku.

Hólmatindur við Eskifjörð. Bæjarfjall Eskifjarðar og eitt tignarlegata fjall Austfjarða. 985 m.

Hoffell við Fáskrúðsfjörð. (1092 m). Bæjarfjall Fáskrúðsfjarðar og niður af því er næstum 1000 m há skíðabrekka.

Ferðinni lýkur á sunnudag með hálfs dags fjallaskíðaferð á Brúðardalsfjall frá Þórudal eða á Sandfell í Skriðdal.

https://www.fi.is/is/ferdir/allar-ferdir/austfjardaveisla