Nýtt verkefni hjá FÍ er komið í sölu, Fí Flakk og firnindi

Það er spennandi að kynna verkefnið FÍ Flakk og firnindi. Það er gönguverkefni fyrir alla sem hafa reynslu af fjallgöngum, hafa gaman af að ganga þjóðleiðir, vilja hafa gaman og njóta en ekki þjóta og vilja ganga á meðalhá og meðal erfið fjöll og firnindi. Gengið er meðal annars Kattartjarnarleið, Grænihryggur, Selvogsgata og Heiðarhorn.

Hægt er að velja að skrá sig í verkefnið eingöngu fyrir haustönn 2023. Hægt er að fá hluta kostnaðar endurgreitt hjá sumum stéttarfélögum og vinnustöðum. Fararstjórar eru reynsluboltarnir Bergur Pálsson og Signý Jónsdóttir.

Hér er hægt að lesa meira, skrá sig og sjá nánar um verð: Smella hér