Umræðufundur og samtal um skálauppbyggingu FÍ á fjöllum

Ferðafélag Íslands stendur fyrir umræðu- og hugmyndafundi um framtíðarsýn á skálauppbyggingu félagsins í Risinu Mörkinni 6,  kl. 20 þriðjudaginn 30. apríl.

Nú stendur yfir undirbúningsvinna fyrir endurbyggingu á nýjum Skagfjörðsskála og er allri hönnunarvinnu að ljúka og leyfismál eru í umsóknarferli.  Fraumundan er einnig endurnýjun á skálum félagsins við Álftavatn og í Botna í Emstrum 2026 og 2027. 

Fyrir nokkrum árum leitaði til okkar teymi hönnuða sem að eigin frumkvæði vinnur að hugmyndum að framtíðar fjallaskála í óbyggðum Íslands. Fulltrúar þeirra verða með okkur á fundinum og taka þátt í umræðunum.

Við viljum heyra ykkar álit á innviðauppbyggingu fyrir ferðamenn á hálendinu.  Í dag eiga Ferðafélag Íslands og deildir þess yfir 40 fjallaskála á hálendinu og í óbyggðum,  hver á  þáttur FÍ eigi að vera í innviðauppbyggingu á hálendinu  og hvar ykkur finnst tækifæri félagsins liggja.

 FÍ vill eiga samtal við félagsmenn og aðra notendur skálana um þeirra upplifun og sýn í tengslum við hönnun nýrra skála. Seinni hluti fundarins verður á formi stuttrar vinnustofu með hópavinnu.Í framhaldi af fundinum verða senda út skoðanakannanir til félaga varðandi lykilatriði í skálauppbyggingu og hönnun þeirra. 

 

  1. Hvað er það sem gerir íslenska fjallaskála sérstaka / hver ætti að vera sérstæða íslenskra fjallaskála?

 

  1. Hvaða megin galla hefur þú upplifað á þeim íslensku fjallaskálum sem þú hefur heimsótt / gist í?

 

Markmiðið er að fá fram afstöðu til eftirfarandi þátta varðandi notagildi og þjónustustig skálanna:

 

  1. Gisting – Hverskonar gistiþjónustu á félagið að bjóða gestum sínum. Hér er horft til mismunandi gistirýma þ.e. fjölda gesta í herbergi eða sal, möguleika á öðru þjónustustigi en svefnpokagistingu og mögulega dvöl hóps í sérdvalareiningu svo eitthvað sé nefnt.
  2. Eldunaraðstaða – Hverskonar eldunaraðstaða á að vera í boði, á að leggja upp með stórri heildareiningu eða fleiri smærri eininga sem hópar geta jafnvel haft fyrir sig á meðan dvöl stendur. Hvernig á útieldun/grillaðstöðu að vera háttað. Hvernig á að standa að skiplagi á geymslu matar, frágangi sorps. Eiga gestir að skilja eftir úrgang/rusl yfirhöfuð?? osfrv.
  3. Anddyri - Hvernig þarf skálinn að taka á móti gestum varðandi geymslu á skóm, útifatnaði og farangri?
  4. Snyrting /salerni - Hvernig þarf aðgengið að snyrtingum að vera; undir sama þaki og gistiaðstaða eða sérhús?
  5. Önnur sameiginleg rými – Hverjar eiga áherslur að vera í þegar salir, glerskálar, útiaðstaða og leiksvæði eru skipulög?
  6. Verslun og tengd þjónusta – Umfang og vöruúrval ásamt mögulegri veitingaþjónustu

 

Gert er ráð fyrir því að fundurinn taki ca. 2 klst."