Hagavatn
Smellið á bláa hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.
Gönguskálinn undir Einifelli við Hagavatn er lítill en huggulegur skáli.
Komið er inn í opið anddyri og stigið upp á pall með kojum til sitt hvorrar handar og borði á milli. Lítið opið svefnloft er yfir hálfum skálanum. 6 manns geta sofið í kojunum og 6 manns á svefnloftinu en þá er þröngt legið.
Ekki er eiginleg eldhúsaðstaða í skálanum en hann er hitaður upp með viðarkamínu. Ekkert rennandi vatn er á svæðinu en kamar stendur skammt frá skálanum. Gott tjaldstæði er bæði undir Einifellinu sem og við skálann.
Skálinn var reistur árið 1942.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 64°27.759 - W 020°17.636
- Hæð yfir sjávarmáli: 320m
- Næsti skáli: Hlöðuvellir og Hvítárnes
- Aðgengi: Á jeppum
- Skálavörður: Nei