Hornbjargsviti
Smellið á bláa hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.
Í Hornbjargsvita er gistiaðstaða fyrir allt að 40 manns.
Húsið er stórt og rúmgott. Sofið er í rúmum og kojum í sjö aðskildum herbergjum. Gott eldhús er á staðnum með öllum áhöldum og útbúnaði og bæði rafmagns- og gaseldavél. Að auki er gott kolagrill við húsið.
Vatnssalerni er inni í húsinu og sturta. Góð aðstaða er til að þurrka blaut föt og skó.
Við húsið er tjaldsvæði með aðgangi að vatnssalernum og aðstöðu til að elda og borða í gömlu útihúsi.
Athugið að Hornbjargsviti er innan Friðlandsins á Hornströndum og hundar eru bannaðir á svæðinu.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 66°24.642 – W 22°22.771
- Símanúmer: 499 0724
- Hæð yfir sjávarmáli: 21m
- Næsti skáli: Valgeirsstaðir í Norðurfirði
- Aðgengi: Aðeins gangandi eða með báti
- Farsímasamband: Já
- Skálavörður: Á sumrin