Nýidalur
Smellið á bláa hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.
Í Nýjadal á Sprengisandi eru tvö sæluhús og alls eru þar gistirými fyrir 54 manns.
Skálarnir tveir eru á tveimur hæðum og eru svipað uppbyggðir. Á jarðhæð er anddyri, vel búið eldhús og gistisalur með kojum. Á efri hæðinni eru svo svefnloft. Skálarnir eru olíukynntir.
Á sumrin er móttaka og upplýsingagjöf í öðrum skálanum en gistirýmið í sér skála.
Gott salernishús með sturtum er skammt frá skálunum og vetrarkamar er á bak við salernishúsið. Tjaldsvæðið er skammt frá.
Fyrsti skáli FÍ í Nýjadal var reistur árið 1967 og var upprunalega kallaður Tungnafell en nafnið hefur breyst í tímans rás.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 64°44.130 - W 18°04.350
- Símanúmer: 860 3334
- Hæð yfir sjávarmáli: 830m
- Næsti skáli: Laugafell
- Aðgengi: Á jeppum
- Skálavörður: Á sumrin