Þverbrekknamúli
Smellið á bláa hnappinn hér uppi til hægri til að bóka skálagistingu.
Sæluhúsið í Þverbrekknamúla er hlýlegur skáli þar sem 20 manns geta sofið í 10 tvíbreiðum kojum.
Gengið er inn í anddyri og þaðan inn í opið rými sem hýsir bæði svefnaðstöðuna og eldhúsið. Langborð og stólar eru í miðju rýmisins.
Í eldhúsinu er rennandi vatn sem pumpað er í vaskinn úr tanki við húsið, gashellur og ágætt úrval eldhúsáhalda. Salernishús er rétt hjá og vetrarkamar uppi í hlíðinni fyrir aftan skálann.
Skálinn í Þverbrekknamúla var reistur árið 1980.
Upplýsingar
- GPS staðsetning: N 64°43.100 - W 19°36.860
- Hæð yfir sjávarmáli: 520m
- Næsti skáli: Hvítárnes og Þjófadalir
- Aðgengi: Aðeins gangandi
- Skálavörður: Nei