Ármannsfell
- Description
Ármannsfell (764 m) er víðáttumikið móbergsfjall og hefur setið fyrir á ófáum málverkum og ljósmyndum í gegnum tíðina. Útsýnið af toppi fellsins er stórbrotið og ekki skemmir fyrir að virða fyrir sér Þingvallasvæðið frá öðru frá nýju sjónarhorni. Síðan býðst fallegt útsýni yfir Skjaldbreið, Ok og Þórisjökul. Ekið er að Þingvöllum og beygt norður Uxahryggjaveg við þjónustumiðstöðina.
Ekið fram hjá afleggjaranum að Skógarhólum og gegnum Bolabás. Lagt af stað austan við Sleðaás, sunnan undir fjallinu. Þar er skinnað upp á einn af hæstu tindum Ármannsfells og síðan skíðuð niður sama leið að bílastæðinu.
- Departure/Attendance
- Kl. 18 hjá Þjónustumiðstöðinni Leirum á Þingvöllum
- Tour Guides
- Included
- Farastjórn
Búnaður
Pakkað fyrir fjallaskíðaferð
Listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Sokkar (ull eða gerviefni)
- Ullarnærföt (bolur og síðar buxur)
- Síðerma millilag (ull eða gerviefni)
- Buxur (soft shell eða annað)
- Jakki (soft shell eða annað)
- Primaloft eða léttur dúnjakki
- Vind og vatnsheldur jakki með öndun (skel)
- Vind og vatnsheldar buxur með öndun (skel)
- Hanskar
- Hlýjar lúffur
- Húfa (flís eða ull)
Skíðabúnaður
- Fjallaskíðaskór
- Fjallaskíði
- Skíðastafir (stillanlegir)
- Skíðastrappar (til að festa skíði á bakpoka)
- Skinn á skíði
- Skíðabroddar
- Broddar undir skó (jöklabroddar)
- Skíðahjálmur
- Snjóflóðaýlir (stafrænn/digital ýlir með 3 loftnetum)
- Skófla (samanbrjótanleg)
- Snjóflóðastöng (240cm eða lengri)
- Ísexi
- Belti með karabínu
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Höfuðljós
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsflaska og hitabrúsi (2L af vökva)
- Sólarvörn og varasalvi (SPF 30 eða meira)
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Sími
- Vasahnífur
Öryggisbúnaður
- Belti með karabínu
- Jöklalína (hjá fararstjóra)
- Sprungubjörgunarbúnaður (hjá fararstjóra)
- Snjóflóðaýlir, snjóflóðastöng og skófla ef ferðast er um möguleg snjóflóðasvæði
Information
Fjallaskíðaferðir FÍ í umsjón Tómasar Guðbjartssonar og Salome Hallfreðsdóttur hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár. Fjallaskíðamennska er frábær útivist þar sem nánd við náttúruna er mikil, líkamleg áreynsla er töluverð þegar puðað er upp fjöllin og síðan er dásemdin að standa á tindinum og eiga eftir að uppskera allt erfiðið með því að renna sér niður, oft í einstöku færi.
Fjallaskíðamennska krefst þekkingar og færni, meðal annars að lesa í fjallið og aðstæður og velja réttar og bestu leiðirnar, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Réttur búnaður og að kunna að nota hann er mjög mikilvægt í þessu fjallasporti og þá ekki síst notkun á hinni heilögu þrenningu, snjóflóðaýli, snjóflóðastöng og skóflu. Annar öryggisbúnaður eins og GPS tæki, hjálmur og skíðabakpoki er einnig mikilvægur í fjallaskíðaferðum, eftir aðstæðum.
Fleiri skíðaferðir 2025
- 18.janúar, Marardalur – Ferðaskíði
- 2.febrúar, Mosfellsheiði - Litla Kaffistofan – Ferðaskíði
- 16.febrúar, Þingvellir – Ferðaskíði
- 2.mars, Bláfjöll - Hlíðarendi – Ferðaskíði
- 15.- 16. mars, Ferðaskíði og tjald, í nágrenni Reykjavíkur
- 6.apríl, Leggjarbrjótur á ferðaskíðum
- 12.apríl, Ármannsfell - Fjallaskíði
- 26.apríl, Eyjafjallajökull, Fjallaskíði
- 3.maí, Tindfjallajökulshringur, Fjallaskíði
- 17.maí, Hvannadalshnúkur & Rótarfellshnjúkur -Fjallaskíði
Upphafstaður göngu: Þjónustumiðstöðin á Þingvöllum, sjá hér