Ferðamennska og rötun
- Description
Ferðamennska og rötun
23. -25. maí, 3 dagarLangt helgarnámskeið þar sem kennd eru grunnatriði í rötun og ferðamennsku. Á föstudag og laugardag er farið í rötun með það markmið að þátttakendur verði sjálfbjarga í notkun áttavita og korta ásamt því að öðlast grunnþekkingu í notkun GPS-tækja. Meðal annars er fjallað um kortalestur, mælikvarða, útreikning vegalengda, bauganet jarðar, áttavitastefnur og misvísun.
Þátttakendur þurfa að koma með áttavita, reglustiku, skriffæri, GPS-tæki og reiknivél.Á sunnudeginum er sjónum beint að ferðamennsku með það markmið að gera þátttakendur hæfari til að stunda útivist af öryggi við erfiðar aðstæður. Fjallað er um ferðahegðun, ofkælingarhættu, fatnað, ferða- og útivistarbúnað, mataræði, veðurfræði og gerð snjóhúsa og neyðarskýla.
Leiðbeinandi: Kemur frá Landsbjörgu
- Included
- Kennsla og verklegar útiæfingar.
Dagskrá:
- 23.maí . Kennt frá kl. 18:30-22, í risi FÍ Mörkinni 6.
-
24 og 25. maí . Kennt frá kl. 9.-17, laugardag og sunnudag, í risi FÍ Mörkinni 6.
Bóka þarf fyrir mánudaginn 5. maí
Ef ekki næst lágmarksþátttaka verður námskeiðinu aflýst.