Tour: Ferðamennska og rötun 

Are you a member of FÍ Yes No
Suðvesturland

Ferðamennska og rötun 

Námskeið
Description

Ferðamennska og rötun 
23. -25. maí, 3 dagar

Langt helgarnámskeið þar sem kennd eru grunnatriði í rötun og ferðamennsku. Á föstudag og laugardag er farið í rötun með það markmið að þátttakendur verði sjálfbjarga í notkun áttavita og korta ásamt því að öðlast grunnþekkingu í notkun GPS-tækja. Meðal annars er fjallað um kortalestur, mælikvarða, útreikning vegalengda, bauganet jarðar, áttavitastefnur og misvísun.
Þátttakendur þurfa að koma með áttavita, reglustiku, skriffæri, GPS-tæki og reiknivél. 

Á sunnudeginum er sjónum beint að ferðamennsku með það markmið að gera þátttakendur hæfari til að stunda útivist af öryggi við erfiðar aðstæður. Fjallað er um ferðahegðun, ofkælingarhættu, fatnað, ferða- og útivistarbúnað, mataræði, veðurfræði og gerð snjóhúsa og neyðarskýla.

Leiðbeinandi: Kemur frá Landsbjörgu  

Included
Kennsla og verklegar útiæfingar.

Dagskrá:

  • 23.maí  . Kennt frá kl. 18:30-22, í risi FÍ Mörkinni 6.
  • 24 og 25. maí  . Kennt frá kl. 9.-17, laugardag og sunnudag, í risi FÍ Mörkinni 6.

Bóka þarf fyrir mánudaginn 5. maí 
Ef ekki næst lágmarksþátttaka verður námskeiðinu aflýst.