Fljótin og dalirnir fjórir
- Description
Þrjár áhugaverðar leiðir í Fljótum og Fjallabyggð ásamt göngu á fjallstind, með frábæru útsýni, á þremur þægilegum göngudögum. Björn Z., er höfundur göngubókar um svæðið, Fjallabyggð og Fljót.
Gist er í uppbúnum rúmum í tveggja manna herbergjum á gistiheimilinu Gimbur í Fljótum.
- Tour Guides
Björn Z. Ásgrímsson og Sóley Ólafsdóttir.
- Included
- Innifalið: Gisting, morgunmatur, rúta og farastjórn
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Information
Route Description
1.d., fimmtud. Fundur kl. 20 Gistihúsið Gimbur í Fljótum. Farið yfir dagskrá næstu daga.
2.d. Hreppsendasúlur: Ekið á einkabílum að upphafstað göngunnar á Lágheiði. Gengið á Hreppsendasúlur ,1052 m (Hreppsendaársúlur) sem er hæsta fjall á fjallshryggnum er teygir sig til norðurs frá Lágheiði allt til Sigluness. Fjallið er hátt og tignarlegt með frábæru útsýni yfir marga tinda yst á Tröllaskaga. Af tindinum er síðan gengið niður að eyðibýlinu Hreppsendaá og að bílunum. Ganga: 8 km. Hækkun: 700 m. Göngutími: um 4-5 klst.
3.d. Unadalsjökull: Ekið á einkabílum að upphafstað við Þrasastaði í Stíflu og bílum lagt þar. Gengin er hringleið um fjóra dali og hefst á því að gengið er inn Móafellsdal með stefnu á Unadalsjökul. Af jöklinum er horft niður Unadal í vestur og Svarfaðardal til austurs. Um Unadalsjökul var þjóðleið úr Fljótum til Hóla yfir Hákamba. Síðan gengið niður að Svartagilsbrúnum í átt að Hvarfdalsskarði. Að lokum er gengið niður Hvarfdal í faðmi hárra fjalla og Hvarfdalsánni fylgt í átt að Stífluá, göngu lýkur við Þrasastaði. Ganga: 17 km. Hækkun 700 m. Göngutími: um 7-8 klst.
4.d. Botnaleið (Siglufjörður-Fljót):Ekið á einkabílum að Lambanes-Reykjum. Þar verða bílarnir skildir eftir við gamla þjóðveginn til Siglufjarðar og hópurinn sóttur með rútu sem ekur að upphafstað göngunnar, Hólsdal í Siglufirði. Gengið upp svokallaða Botna og Blekkilsánni fylgt í átt að Botnaleiðarskarðinu. Af skarðinu er gott útsýni yfir Fljót og til Siglufjarðar. Frá Botnaleiðarfjallinu er síðan gengið niður Bolahrygg í Stóruskál, til Torfdals og að samnefndri á sem þarf að vaða/stikla. Að lokum er gengið spölkorn að bílunum við Lambanes-Reyki. Kveðjustund og ferðalok. Ganga: 8 km. Hækkun 700m. Göngutími: um 4-5 klst .