Tour: Garn, prjón og gönguskó

Are you a member of FÍ Yes No
Austurland

Garn, prjón og gönguskó

Description

Fjögurra daga bækistöðvarferð með gistingu í skála Ferðafélags Fljótdalshéraðs að Klyppstað í Loðmundarfirði. Áhersla er lögð á göngur, prjón, sögustundir og góða nærveru. Þátttakendur fá á fyrsta degi uppskrift að prjónaverkefni sem hver og einn vinnur á sínum hraða og eftir sinni getu í ferðinni.
Á fyrsta og fjórða degi þurfa þátttakendur að takast á við miðlungs krefjandi göngur og ef vel viðrar eru prjónarnir jafnvel einnig teknir upp í hléum. Á öðrum og þriðja degi er dvalið í skála, unnið við prjónaverkefnið og farið í léttar göngur.
Þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri gönguþjálfun. Ferðin hentar vönum prjónurum og einnig algjörum byrjendum sem vilja fá kennslu. Eitt skylduprjónaverkefni er unnið og síðan er öllum frjálst að sinna eigin hannyrðum eins og þá langar til. Þátttakendur fá upplýsingar um hvaða garn þeir þurfa að hafa meðferðis og mæta einnig með sína prjóna.

Departure/Attendance
kl. 09 frá Egilsstaðaflugvelli
Tour Guides

Ingibjörg Jónsdóttir og Hildur Björk Guðmundsdóttir 

Included
Rútu, trúss, fararstjórn, prjónauppskrift og kennsla. 

Búnaður

Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð

Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.

Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.

Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Í trússtöskunni

  • Svefnpoki og lítill koddi
  • Bolur til skiptana og til að sofa í
  • Auka nærbuxur og sokkar
  • Höfuðljós
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði
  • Eyrnatappar
  • Skálaskór
  • Peningar
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
  • Eitthvað gott á grillið
  • Kol og uppkveikilögur
  • Haframjöl
  • Brauð og flatkökur
  • Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna

  • Tjald og tjalddýna
  • Prímus og eldsneyti
  • Eldspýtur
  • Pottur
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Vasahnífur / skæri
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur

Information

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

 

Route Description

1.d.,sunnud. Rútan flytur hópinn frá Egilsstaðaflugvelli yfir í Borgarfjörð þar sem gangan hefst. Gengið verður um Kæjuskörð yfir í Loðmundarfjörð, þar sem við dveljum næstu þrjár nætur. Ganga: 14 km. Hækkun: 650 m. Göngutími: 7 klst.

2.d.
Áður en lagt er af stað, er tekið í prjónana og rætt um göngu dagsins. Farið verður í létta göngu um Bárðarstaðadal, fossar og gamlar bæjarrústir skoðaðar. Baðað í hyl í Norðdalsá í lok göngunnar. Prjónar teknir upp á göngu ef veður leyfir. Að göngu lokinni eru prjónar teknir upp aftur í skála áður en hugað er að kvöldverði. Göngutími: 4 - 5 klst.

3.d.
Eftir morgunverkin er gripið í prjónana áður en lagt er af stað í göngu dagsins. Gengið yfir í Sævarenda sem er sunnan megin við Fjarðará og stærsta æðarvarp landsins skoðað. Farið að Seljamýri norðan megin við Fjarðará, gamla höfnin skoðuð og einnig Hraunfossar í Hrauná. Síðan haldið tilbaka í skálann að Klyppsstað í gegnum hlaðið á Stakkahlíð. Baðað í hyl í Norðdalsá í lok göngunnar. Prjónar teknir upp á göngu ef veður leyfir. Eftir góða göngu og útiveru eru prjónarnir aftur teknir upp í skála og litið á afrakstur handverks hvers og eins. Göngutími: 4 - 5 klst.

4.d.
Vöknum snemma, frágangur í skála. Gengið frá Loðmundarfirði yfir í Seyðisfjörð um Hjálmárdalsheiði. Rúta bíður hópsins á Seyðisfirði og keyrir hópinn upp á Egilsstaðaflugvöll þar sem farangur bíður okkar.
Ganga: 15 km. Hækkun: um 700 m. Göngutími: 7 klst.

Fleiri ferðir á Austurland sumarið 2025