Geirhnúkur frá Hallkelsstaðahlíð
- Description
Á Geirhnúk er oftast gengið frá Hítardal, en í þessari göngu verður gengin falleg hringleið að vestan frá Hnappadal. Gengið verður meðfram Hlíðarvatni en við vatnshornið beygt til norðurs og þaðan verður fylgt þekktri reiðleið sem nefnist Fossaleið. Þá er farið með Fossá inn Dýjadal og um Fossabrekkur. Þaðan er jöfn og þægileg hækkun á Geirhnúk. Á bakaleiðinni verður gengið um hlíðar Djúpadals í gegnum náttúrufyrirbærið Nautaskörð, að eyðibýlinu Hafursstöðum og þaðan í hestamiðstöðina í Hallkelsstaðahlíð þar sem Sigrún og Skúli taka á móti okkur með léttar veitingar.
- Departure/Attendance
- Kl. 9 við tjaldstæðið í Hallkelsstaðarhlíð
- Tour Guides
- Included
- Fararstjórn, léttar veitingar í lok göngu.
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Gott að vita:
- Ganga: 18km.
- Hækkun: um 1000 m.
- Göngutími: 7-9 klst.
- Taka með sér vaðskó
Aðrar upplýsingar: Akstur frá Reykjavík um 130km, þar af 15 km greiðfær malarvegur. Frá Borgarnesi er farið á Snæfellsnesveg (54) og síðan um Heydalsveg (55).