Grunnavík, Jökulfirðir og Snæfjallaströnd
- Description
Viltu upplifa magnaða fegurð Jökulfjarða og Snæfjallastrandar og uppgötva undur Hornstranda án þess að bera miklar byrðar í bakpokanum?
Viltu heyra spennandi sögur af svæðinu sem gengið er um og fá nasasjón af menningu og löngu horfnu mannlífi? Í þessari ferð verður hugað að ótrúlegum atburðum úr sögu svæðisins, menningu og mannlífi í nokkuð víðtækum skilningi og fjallað um skáldskap sem tengist svæðinu. Algerlega magnaðar sögur tengjast Grunnavík, einum af síðustu þéttbýlisstöðum Jökulfjarða/Hornstranda. Þar fæddust og bjuggu nokkrar lykilpersónur og leikendur í Íslandssögunni. Gamla póstleiðin yfir Snæfjallaheiði er vafalítið kveikjan að atburðum í skáldskap Jóns Kalmans í sagnabálkinum um Himnaríki og helvíti.Grunnavík er líka sviðið í mörgum spennandi atburðum sagnabálksins. Gengið er með léttan dagpoka. Þátttakendur koma til Ísafjarðar/Bolungarvíkur fimmtudaginn 17. júlí og gista þar á eigin vegum.
Sameiginlegur matur sem ekki er innifalinn í fargjaldi verður fluttur á gististaðinn.
- Departure/Attendance
- Kl. 8:30 á bryggjuna í Bolungarvík. Brottför kl. 9.
- Tour Guides
- Included
- Sigling, trúss, gisting, og fararstjórn.
Búnaður
Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð
Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.
Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.
Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.
Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Í trússtöskunni
- Svefnpoki og lítill koddi
- Bolur til skiptana og til að sofa í
- Auka nærbuxur og sokkar
- Höfuðljós
- Tannbursti og tannkrem
- Sápa / sjampó
- Lítið handklæði
- Eyrnatappar
- Skálaskór
- Peningar
- Núðlur eða pasta í pokum
- Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
- Eitthvað gott á grillið
- Kol og uppkveikilögur
- Haframjöl
- Brauð og flatkökur
- Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
- Hrökkbrauð og kex
- Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Kakó, te og/eða kaffi
- Súpur
- Krydd, t.d. salt og pipar
Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna
- Tjald og tjalddýna
- Prímus og eldsneyti
- Eldspýtur
- Pottur
- Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
- Diskur og drykkjarmál
- Hnífapör
- Vasahnífur / skæri
- Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Information
Route Description
1.d.,föstud. Siglt að morgni 18. júlí í Grunnavík þar sem farangur og vistir eru fluttar í land. Áfram er svo siglt að Höfðaströnd þar sem gönguhópurinn fer í land með léttan dagpoka. Þaðan er svo gengið yfir lága heiði til Grunnavíkur. Farangurinn er gripinn við steinbryggjuna þegar komið er niður í víkina og hann fluttur að gististaðnum. Gist er í hinu fræga býli Sútarabúðum í upphituðu húsi. Ganga: 14 km. Heildarhækkun: 180 m.
2.d. Farið í létta gönguferð út með víkinni að tveimur eyðibýlum og hugað að búskaparháttum og atvinnu á síðustu öld. Síðdegis er gengið út með víkinni og eftir hlíðum Maríuhorns þar sem við litumst um eftir heimskautarefnum. Ganga:11 km. Heildarhækkun: 25 m.
3.d. Gengið á Maríuhorn (350 m)en þaðan er gríðarlegt útsýni inn eftir Jökulfjörðum og út á Djúp. Komið er við á prestsetrinu að Stað þar sem raktar verða sögur þess og kirkjan skoðuð. Ganga: 8,5 km. Heildarhækkun: 390 m.
4.d. Gengið frá húsi og farangri sem verður sóttur að steinbryggjunni. Gengið yfir Snæfjallaheiði (455 m) með dagpoka, hina gömlu og háu og sögufrægu póstleið að Berjadalsá/Sandeyri á Snæfjallaströnd. Þaðan er svo siglt aftur til Bolungarvíkur síðdegis. Ganga: 17 km. Heildarhækkun: 650 m.
Vinsamlegast athugið að í þessari ferð getur gangan á Maríuhorn færst til milli daga með hliðsjón af veðri og skyggni.
Fleiri ferðir á Hornstrandir sumarið 2025
- 20.-22. júní. Hesteyri, Kagrafell og Sæból í Aðalvík
- 13. - 17. júní. Ylur og birta í Hornbjargsvita: Vinnuferð
- 26. - 39. júní. Hinar einu sönnu Hornstrandir I
- 10. - 14. júlí. Hornbjarg -hátign Vestfjarða
- 18 - 21. júlí. Grunnavík, Jökulfirðir og Snæfjallaströnd
- 24. -27. júlí. Hinar einu sönnu Hornstrandir II
- 8. -10. ágúst. Hesteyri, Kagrafell og Sæból í Aðalvík
- 8.-12. ágúst. Refir, sjóböð og ævintýri í Hlöðuvík: Ferðafélag barnanna