Tour: Hesteyri, Kagrafell og Sæból í Aðalvík

Are you a member of FÍ Yes No
Hornstrandir

Hesteyri, Kagrafell og Sæból í Aðalvík

Description

Viltu upplifa magnaða fegurð Hornstranda og uppgötva undur friðlandsins með létta byrði í bakpokanum? Viltu gista í uppbúnu rúmi í Læknishúsinu heimsfræga á Hesteyri og gera vel við þig í mat? Heyra sögur af svæðinu og fá nasasjón af menningu og löngu horfnu mannlífi? Hefur þú ekki alltaf viljað horfast í augu við íslenska heimskautarefinn?   

Þetta er allt hægt í sögulegri Jónsmessuferð þar sem gist er í tvær nætur í Læknishúsinu og gengið um friðlandið á Hornströndum í góðum félagsskap. Tveir af helstu þéttbýliskjörnum Hornstranda eru heimsóttir, Sæból og Hesteyri. 

Þátttakendur koma til Ísafjarðar/Bolungarvíkur fimmtudaginn 19. júní og gista þar á eigin vegum. 

Vinsamlegast athugið að í þessari ferð ræðst gangan á Kagrafell af veðri og skyggni. Ef vel viðrar fyrsta daginn er tækifærið notað til að ganga strax á Kagrafell. Ef ekki er unnt að fara á Kagrafell gæti verið gengið út að brúnum Stakkadals í Aðalvík og til baka yfir á Hesteyri.

Departure/Attendance
Kl. 8:30 við bátabryggjuna í Bolungarvík. Brottför kl. 9. 
Tour Guides

Jón Örn Guðbjartsson.

Included
Sigling, gisting, matur á Hesteyri og fararstjórn. 

Búnaður

Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð

Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.

Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.

Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Í trússtöskunni

  • Svefnpoki og lítill koddi
  • Bolur til skiptana og til að sofa í
  • Auka nærbuxur og sokkar
  • Höfuðljós
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði
  • Eyrnatappar
  • Skálaskór
  • Peningar
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
  • Eitthvað gott á grillið
  • Kol og uppkveikilögur
  • Haframjöl
  • Brauð og flatkökur
  • Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna

  • Tjald og tjalddýna
  • Prímus og eldsneyti
  • Eldspýtur
  • Pottur
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Vasahnífur / skæri
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur

Information

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.

Route Description

1.d., föstud. Siglt er á Hesteyri í Jökulfjörðum. Eftir að fólk hefur komið sér fyrir í Læknishúsinu er dagurinn nýttur til að skoða hvalstöðina á Stekkeyri, þorpið og kirkjugarðinn. Vikið er að menningu og mannlífi áður en kræsinga er notið í Læknishúsinu um kvöldið. Ganga: 9 km. Heildar hækkun: 55 m.

2.d. Gengið um Hesteyrarskarð upp á hið fagra Kagrafell (507 m) með gríðarlegu útsýni yfir Aðalvík og Rekavík bak Látur auk Straumnesfjalls. Þar eru minjar um veru Bandaríkjamanna sýnilegar. Ýmsar sögur rifjaðar upp sem tengjast veru þeirra á fjallinu.

Af Kagrafelli er einnig mikið útsýni yfir Jökulfirði. Sögur verða einnig sagðar af sjálfri Aðalvíkinni og ábúendum. Um kvöldið eru kræsingar í Læknishúsinu. Ganga: 13,5 km. Heildar hækkun: 590 m.

3.d. Gengið frá Hesteyri yfir að Sæbóli í Aðalvík. Farið er yfir Sléttuheiði (316 m)með gríðarlegu útsýni yfir Jökulfirði, Drangajökul og Ísafjarðardjúp. Á leiðinni sér niður á Sléttu í Jökulfjörðum og yfir á sögustaðinn Grunnavík. Sagðar eru sögur af mannlífi þar og líka á Sæbóli og kirkjan á Stað skoðuð. Göngufólk er sótt síðdegis að Sæbóli og siglt yfir í Bolungarvík. Ganga: 15 km . Heildar hækkun: 345 m

 

Fleiri ferðir á Hornstrandir sumarið 2025