Tour: Hornbjarg - hátign Vestfjarða

Are you a member of FÍ Yes No
Hornstrandir

Hornbjarg - hátign Vestfjarða

Description

Hornbjarg - hátign Vestfjarða. Gnæfandi brúnir og háreistir tindar Hornbjargs. Mikilfenglegt útsýni um víkur og voga. Refur í gjótu og selur á hlein. Þetta er meðal annars það sem ber fyrir augu á Hornströndum þar sem angan af þangi og sjávarseltu leikur um minjar frá sögu byggðar og mannlífs við ystu mörk hins byggilega heims. Gengið verður um bjargbrúnir og fjörur á daginn en gist í Hornbjargsvita um nætur. Farangur er fluttur sjóleiðina í vitann og aftur til baka á heimferðardegi. Gengið með dagpoka. Daginn fyrir brottför verður gist á Valgeirsstöðum í Norðurfirði og þaðan siglt í Smiðjuvík fyrsta göngudaginn.

Departure/Attendance
Um kl. 18 á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. 
Tour Guides

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og Sigurður Pétursson.

Included
Gisting, sigling, fullt fæði og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir bakpokaferð

Þegar gengið er með allt á bakinu er nauðsynlegt að skera útbúnað niður eins og hægt er, án þess að sleppa nauðsynjum. Hafið bakpokann ekki þyngri en þið treystið ykkur til að bera. Hæfileg þyngd fer eftir líkamsástandi hvers og eins en oft er miðað við að bakpoki skuli ekki vera þyngri en 15-20% af líkamsþynd þess sem ber hann.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála, þá má í flestum skálum Ferðafélags Íslands finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis/kamars með klósettpappír.

Ýmislegt

  • Bakpoki, ekki of stór
  • Svefnpoki, léttur og hlýr
  • Bakpokahlíf / plastpokar inn í bakpokann
  • Tjald og tjalddýna
  • Göngustafir
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Höfuðljós
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Broddar, ef þurfa þykir
  • Peningar

Snyrtivörur / sjúkravörur

  • Hælsærisplástur, plástur og teygjubindi
  • Verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði / þvottapoki
  • Sólvarnarkrem og varasalvi
  • Eyrnatappar

Mataráhöld / eldunartæki

  • Prímus, eldsneyti og pottur
  • Eldspýtur
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Vasahnífur / skæri

Fatnaður

  • Góðir gönguskór
  • Vaðskór / skálaskór
  • Tvö pör mjúkir göngusokkar
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Nærbuxur til skiptana
  • Nærföt, ull eða flís
  • Flís- eða ullarpeysa
  • Millilag úr ull eða flís
  • Göngubuxur
  • Stuttbuxur
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar

Matur

  • Frostþurrkaður matur
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Haframjöl
  • Smurt brauð og flatkökur
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Route Description

1.d.,fimmtud. Farþegar koma á eigin vegum til Norðurfjarðar og gista í húsi FÍ að Valgeirsstöðum.

2.d.
Siglt í Smiðjuvík þar sem hópurinn er fluttur með gúmmíbáti í land en báturinn siglir áfram með farangur í Hornbjargsvita. Gengið upp úr víkinni með brúnum Smiðjuvíkur og Drífandisbjargs, um Bjarnarnes og Hrolllaugsvík, yfir Axarfjall til Látravíkur þar sem Hornbjargsviti stendur. Gist er í vitanum næstu nætur.
Ganga: 12 km. Uppsöfnuð hækkun: 400 m

3.d.
Gengið á Hornbjarg, litið við í Harðviðrisgjá og ef skyggni er gott geta þeir sem vilja gengið á Kálfatinda þar sem Hornbjarg rís hæst (534 m) áður en áfram er haldið alla leið út að Horni. Á heimleið er gengið framhjá Hornbæjunum, Stígshúsi og Frímannshúsi og síðan um Almenningsskarð yfir í Látravík. Ganga: 20 -22 km. Uppsöfnuð hækkun: 700 – 1000 m

4.d.
Gengið um Kýrskarð yfir í Hornvík og um Almenningsskarð til baka. Ganga: 16 km. Uppsöfnuð hækkun: 700 m

5.d
. Heimferðardagur – rólegheit meðan beðið er eftir bátnum sem flytur hópinn til Norðurfjarðar. Hópurinn aðstoðar við að flytja farangur í bátinn.

Fleiri ferðir á Hornstrandir sumarið 2025