Helgadalur, Valaból og Valahnúkar
- Description
Gengið frá bílastæðinu skammt frá Kaldárseli. Farið að vatnsleiðsluhleðslunni í Lambagjá og að Selvogsgötu sem fylgt er að Helgadal. Þar verður litið á nokkra fjárhella og síðan haldið í áttina að Valabóli og Valahnúkum. Gengið er upp á hnúkana að Völunum, þremur klettum sem skaga upp úr hnúkunum og líkjast fuglum frá ákveðnu sjónarhorni. Klettarnir líkjast ekki síður steinrunnum tröllum þegar komið er alveg að þeim. Gengið er til baka að upphafsstað eftir slóðanum sem liggur milli Helgafells og bílastæðisins. Göngutími: 3-4 tímar
Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.- Departure/Attendance
- Kl.10:30 á bílastæðinu við Kaldárselsveg
- Tour Guides
Búnaður
Pakkað fyrir dagsferð
Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring. Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.
Göngufatnaður
- Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
- Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
- Peysa úr ull eða flís
- Göngubuxur / stuttbuxur
Í dagpokanum
- Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
- Áttaviti, landakort og GPS tæki
- Smurt nesti fyrir daginn
- Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
- Vatnsbrúsi
- Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
- Höfuðljós
- Göngustafir
- Myndavél og kíkir
- Sólgleraugu / skíðagleraugu
- Sólarvörn og varasalvi
- Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
- Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
- Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
- Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
- Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
Örgöngur í Hafnarfirði og nágrenni
- 7. maí, Vestan Lækjar
- 14. maí, Stekkjahraun og Lækjarbotnar
- 21. maí, Ásfjall og Ástjörn
- 28. maí, Hvaleyrarvatn og Höfðaskógur