Tour: Stekkjahraun og Lækjarbotnar

Suðvesturland

Stekkjahraun og Lækjarbotnar

Örgöngur
Description

Gengið frá Setbergsskóla um Stekkjahraun og upp að Lækjarbotnum þar sem fyrsta vatnsveita Hafnarfjarðar var tekin í notkun árið 1909. Þaðan er farið upp að hraunklettinum Gráhellu og síðan um skógarstíg að göngustíg sem er ofan við Mosahlíð á leiðinni til baka að upphafsstað. Göngutími: 1,5-2,0 tímar

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

 


Departure/Attendance
kl. 19:00 frá Setbergsskóla
Tour Guides

Jónatan Garðarsson

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Örgöngur í Hafnarfirði og nágrenni