Tour: Söguganga: Framhjágangan mikla – í fótspor Þórbergs

Suðurland

Söguganga: Framhjágangan mikla – í fótspor Þórbergs

Söguganga
Description

Tuttugasta Söguganga Ferðafélagsins fetar í fótspor Þórbergs Þórðarsonar og skoðar uppvaxtarslóðir rithöfundarins frá hans sjónarhóli og í túlkun vina og vandamanna sem halda vörð um þann menningararf sem hann skildi eftir sig. Að Hala er góður salur fyrir sögustundir og samveru við Þórberg.

Departure/Attendance
Kl. 15 á eigin bílum að Hala í Suðursveit
Tour Guides

 Sigrún Valbergsdóttir, Sögufræðarar: Þorbjörg Arnórsdóttir, Fjölnir Torfason og Baldur Sigurðsson.

Included
Gisting, fullt fæði (morgunverður, nesti og kvöldverður), sögufræðsla og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir trússferð eða bækistöðvarferð

Í trússaðri ferð er farangur fluttur á milli náttstaða svo aðeins þarf að bera nauðsynlegan búnað fyrir einn dag í einu í léttum dagpoka. Mat, svefnpoka og tilheyrandi er pakkað ofan í trússtösku og flutt í náttstað, sem getur ýmist verið tjaldstæði eða skáli.

Þó að ekki þurfi í trússferðum að skera allan útbúnað niður eins og þegar gengið er með allt á bakinu þá er nauðsynlegt að pakka naumt. Oftast er takmarkað pláss í trússbílum og bátum og pökkun þarf að taka mið af því.

Bækistöðvaferð er svipuð trússferðum en þá er gengið með dagpoka út frá sama náttstað allan tímann, tjaldi eða skála. Í bækistöðvaferðum er farangur ekki trússaður á milli náttstaða og hægt að vera enn frjálslegri í pökkun en í trússferðunum.

Athugið að listinn hér að neðan er ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar og hvort sofið er í skála eða tjaldi. Ef gengið er á milli skála eða dvalið í skála, þá má þar oftast finna eldunaraðstöðu og matarílát auk salernis eða kamars með klósettpappír.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Í trússtöskunni

  • Svefnpoki og lítill koddi
  • Bolur til skiptana og til að sofa í
  • Auka nærbuxur og sokkar
  • Höfuðljós
  • Tannbursti og tannkrem
  • Sápa / sjampó
  • Lítið handklæði
  • Eyrnatappar
  • Skálaskór
  • Peningar
  • Núðlur eða pasta í pokum
  • Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
  • Eitthvað gott á grillið
  • Kol og uppkveikilögur
  • Haframjöl
  • Brauð og flatkökur
  • Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
  • Hrökkbrauð og kex
  • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Kakó, te og/eða kaffi
  • Súpur
  • Krydd, t.d. salt og pipar

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna

  • Tjald og tjalddýna
  • Prímus og eldsneyti
  • Eldspýtur
  • Pottur
  • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Diskur og drykkjarmál
  • Hnífapör
  • Vasahnífur / skæri
  • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur

Information

Route Description

1.d., miðvikud. Mæting að Hala kl. 15. Farið verður í stutta göngu um nánasta umhverfi Hala og staldrað við fyrstu minningar Þórbergs.

2.d. Ganga að barmi Klukkugils sem er 380 metra djúpt gil er skilur að Staðarfjall og Steinadal. Gönguleiðin er stikuð og söguskilti varða leiðina. Leiðin er um 3 km aðra leiðina. Hækkun: um 280 metra.

3.d. Heimsókn að eyðibýlinu Felli í Suðursveit, gengið er inn með Fellsfjalli og inn í Þröng þar sem Breiðamerkurjökull mætir Fellsfjalli. Gangan er um 5 km í hrjóstrugu jöklalandslagi þar sem hopun jökulsins er fylgt frá því um 1930 allt til okkar daga. Gangan endar við mynni Veðurárdals og verður þar hægt að stíga á Breiðamerkurjökul. (Aðeins þarf að ganga aðra leiðina en hægt að skilja bíla eftir á endastöð sem geta flutt fólkið aftur heim). 

4.d. Sögulok og heimferð með viðkomu í fagurri jöklaveröld.

Gist er í tveggja manna herbergjum í uppbúnum rúmum.