Tour: Þórsmörk um Jónsmessu

Are you a member of FÍ Yes No
Suðurland

Þórsmörk um Jónsmessu

Eldri og heldri ferð
Description

Hversu langt er síðan þú komst inn í Þórsmörk og upplifðir töfra svæðisins? Þessi ferð er sérstaklega hugsuð fyrir eldri og heldri borgara en allir eru velkomnir. Við heimsækjum Þórsmörk og kynnumst þeim þremur ferðamannasvæðum sem þar eru. Byrjað er á að skoða uppbygginguna í Húsadal þar sem snæddur er hádegisverður. Að því búnu er Langidalur heimsóttur og loks er svæðið í Básum kannað, áður en haldið er heim á leið. Létt ganga á milli svæðanna fyrir þá sem vilja. Rifjaðar upp sögur, sumar nýjar en aðrar gamlar, sumar sannar en aðrar ekki alveg. Aðalatriðið er að eiga góða og skemmtilega stund saman í Mörkinni. 

Departure/Attendance
Kl. 8:30 með rútu frá Menntaskólanum við Sund
Tour Guides

Ólöf Sigurðardóttir  

Included
Rúta, hádegismatur, kaffisopi og fararstjórn.

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Information

Eftirfarandi árbók fjallar um svæðið og hana er hægt að kaupa í vefverslun okkar.