Tour: Þyrilsnes

Are you a member of FÍ Yes No
Vesturland

Þyrilsnes

Eldri og heldri
Description

Hér er um að ræða skemmtilega og þægilega gönguleið sem hentar flestöllum.
Gengið er um þægilegan veg og grasi vaxin svæði því sem næst á sléttlendi. Falleg náttúra og minjar í bland.
Gengið er eftir gömlum slóða rúmlega 2ja kílómetra leið út á enda á nesinu. Hugað að minjum um veru Breta og Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Sjá má sökkla og rústir af búðum þeirra og geymslum.
Ef tími gefst til munum við skoða gamla uppgerða brú, fyrstu steinbrúna utan þéttbýlis.
Einnig ef aðstæður leyfa ganga út í Þyrilshólmann sem er annars umlukin sjó. Umhverfið er sögusvið Harðar sögu og Hólmverja.
Gangan er m 4-6 km eftir því hvað leið er gengin til baka.

Departure/Attendance
Kl. 10 með rútu frá Reykjavík
Tour Guides

Ólöf Sigurðardóttir  

Included
Rúta og fararstjórn

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Höfuðljós
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir