Ferð: Selin í Hraunum

Suðvesturland

Selin í Hraunum

Örgöngur í Hafnarfirði
Lýsing

Seljaganga í Almenningi sunnan Hafnarfjarðar. Safnast saman við Krýsuvíkurveg við skilti sem vísar á Hrauntungustíg rétt ofan við nýja iðnaðarsvæðið.  Farið er í gegnum jarðvinnslusvæði út á Hrauntungur og þaðan að Gjáseli. Hugað verður að sögu þessa svæðis að fornu og nýju. Síðan er haldið í áttina að Fornaseli, sem er innan skógræktarsvæðis, en um hlað selsins liggur Hrauntungustígurnn. Frá Fornaseli er gengið í áttina að Fjárborginni á hraunbrún Brunans og þaðan til baka að upphafsstað. Göngutími: 3-4 klst

 

Brottför/Mæting
kl. 10:30 Borgarhellu 25 - auð lóð
Fararstjórn

Jónatan Garðarsson

Búnaður

Pakkað fyrir dagsferð

Dagsferðir eru mismunandi og geta tekið frá örfáum klukkustundum upp í hálfan sólarhring.  Listinn hér að neðan er því ekki tæmandi, heldur aðeins til viðmiðunar. Endanlegur búnaður fer eftir persónulegum þörfum, lengd ferðar, veðri og árstíma.

Göngufatnaður

  • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
  • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Peysa úr ull eða flís
  • Göngubuxur / stuttbuxur

Í dagpokanum

  • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Smurt nesti fyrir daginn
  • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
  • Vatnsbrúsi
  • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Göngustafir
  • Myndavél og kíkir
  • Sólgleraugu / skíðagleraugu
  • Sólarvörn og varasalvi
  • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
  • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
  • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir

Örgöngur 2024

Verið öll velkomin, þátttaka ókeypis.

Hittumst á nýju iðnaðarsvæði, við götu sem heitir Borgarhella,  á auðri lóð nr. 25. Sem er við hliðin á fyrirtækinu Aros, sem er að Borgarhellu 27.   Sjá nánar hér