Fréttir

Vetrarfjallamennska – öryggis­reglur

Fleiri og fleiri stunda nú fjallamennsku allt árið um kring og þar með vetrarfjallamennsku. Áður fyrr var það einkum björgunarsveitarfólk sem stundaði vetrarfjallamennsku en Ferðafélag Íslands og fleiri útivistarfélög og gönguklúbbar bjóða nú upp á dagskrá gönguferða yfir veturinn.

Frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins.

,,Við þökkum fyrir frábærar viðtökur við ferðaáætlun félagsins. Skráning í gönguhópa og sumarleyfisferðir félagsins hefur sjaldan verið meiri en nú," segir Heiða Meldal ferðafulltrúi FÍ.

FÍ er leiðandi afl í útvist, heilsueflingu og jákvæðum tengslum við náttúru

„Maður finnur fyrir svo miklu stolti yfir því að fá að vera partur af sögu þessa félags,“ segir Ólöf Kristín Sívertsen forseti Ferðafélags Íslands þegar hún horfir til baka yfir fjölskrúðugt ferðaár sem er að kveðja. Þótt nú sé svartasta skammdegi þá er líka mjög bjart framundan í starfi FÍ og ný ferðaáætlun er komin út sem er afar fjölbreytt svo ekki sé meira sagt.

Gítarinn frá grunni - 4 vikna námskeið. 27. janúar – 24. febrúar

Vegna mikillar eftirspurnar höfum við bætt við þessu aukanámskeiði.

Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar

Fjölmargir bæir og eða borgir eiga sér bæjarfjall sem bæjarbúar líta oft til með stolti og ganga reglulega á sér til heilsubótar. Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands skrifar hér um bæjarfjall Reykjavíkur, Esjuna og útivist.

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár

Ferðafélag Íslands sendir félagsmönnum og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól og gott farsælt komandi ár. Um leið sendum við öllum sjálfboðaliðum félagsins, fararstjórum, skálavörðum sem og samstarfsaðilum öllum bestu jólakveðjur og þakkir fyrir ánægjulegt samstarf árinu sem er að líða.

Ferðaáætlun FÍ 2025

Nú er ástæða til að gleðjast því Ferðaáætlun FÍ 2025 er komin í birtingu á heimasíðu FÍ, www.fi.is. Ferðaáætlunin er líkt og síðustu ár eingöngu birt á heimasíðunni og er þar aðgengileg undir “ferðir”. Ólöf Kristín Sívertsen, forseti Ferðafélags Íslands og lýðheilsufræðingur, segir að það sé alltaf skemmtilegt þegar ferðaáæltunin lítur dagsins ljós. ,,Ferðaáætlunin að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið framboð af spennandi ferðum. Eins og áður höfum við lagt áherslu á að öll geti fundið eitthvað við sitt hæfi þannig að í boði eru ferðir fyrir unga sem aldna og allt þar á milli, “ segir Ólöf og nefnir meðal annars ferðir Ferðafélags barnanna, dagsferðir, sumarleyfisferðir, skíðaferðir, námskeið, ferðir eldri og heldri félagaauk fjölmarga göngu- og hreyfihópa félagsins sem njóti mikilla vinsælda. ,,Það er hlutverk félagsins að kynna landið og hvetja landsmenn til að efla heilsu sína meðhreyfingu og útivist. Með útgáfu þessarar metnaðarfullu ferðaáætlunar erum við svo sannarlega að sinna því mikilvæga hlutverki,” segir Ólöf.

Gítarinn frá grunni - 4 vikna námskeið. 28. janúar – 18. febrúar

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 28. janúar – 18. febrúar

Hellingur af spennandi nýjum ferðum í bland við gamla slagara

Ferðaáætlun Ferðafélags Íslands 2025 hefur nú litið dagsins ljós. Ferðaáætlunin er kynnt hér á heimasíðu félagsins. Tómas Guðbjartsson formaður ferðanefndar segir að það sé alltaf hátíðarstemming þegar ferðaáæltunin kemur út. ,, ferðanefndin er búin að vinna frábært starf síðan í lok sumars ásamt skrifstofu og gaman að kynna fjölbreytta ferðaáætlun sem að þessu sinni er óvenju vegleg og mikið af ferðum í boði, " segir Tómas

Gönguhópar FÍ - 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Nokkrir gönguhópar eru nú komnir í kynningu og skráning í hópana hefst um leið. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Gönguhóparnir sem búið að birta eru FÍ Alla leið, FÍ Þrautseigur, FÍ Léttfeti, FÍ Fótfrár, FÍ Kvennakraftur, FÍ Tifað á tinda og FÍ Alpahópurinn. FÍ Þjóðleiðir fara í loftið eftir helgi. Fleiri gönguhópar verða kynntir á nýju ári.