Fréttir

Gönguhópar FÍ - 2025

Ferðafélag Íslands býður upp á fjölmarga gönguhópa sem snúast um reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Nokkrir gönguhópar eru nú komnir í kynningu og skráning í hópana hefst um leið. Meginmarkmið þessara hópa er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Gönguhóparnir sem búið að birta eru FÍ Alla leið, FÍ Þrautseigur, FÍ Léttfeti, FÍ Fótfrár, FÍ Kvennakraftur, FÍ Tifað á tinda og FÍ Alpahópurinn. FÍ Þjóðleiðir fara í loftið eftir helgi. Fleiri gönguhópar verða kynntir á nýju ári.

Meira en 30 farsæl og eftirminnileg ár að baki

Góð samskipti eru lykillinn að farsæld fólks og samfélaga. Þetta veit Ingunn Sigurðardóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands en hún er ekki bara sérlega flink í samskiptum, hún heldur líka utan um ótal þræði sem spinnast í það mikla net sem starf félagsins er.

Gjafabréf - ferðir - bókapakkar - aðild að ævintýrum og upplifun.

Á skrifstofu FÍ Mörkinni 6 má nú finna mikið úrval af bókapökkum sem er frábær jólagjöf ferðafélagans. T.d. má nefna bókapakka eins og Vestfirðingurinn, Flakkarinn Jarðfræðingurinn , Dalamaðurinn, Útilegumaðurinn og Hálendingurinn svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru til fræðslurit, gönguleiðarit og kort. Um leið er hægt að kaupa gjafabréf FÍ sem gildir í ferðir eða fjallaverkefni og aðild að félaginu er frábær jólagjöf og er allt í senn gjöf sem stuðlar að bættri heilsu, góðum félagsskap, ævintýrum og upplifun.

FÍ eitt stærsta lýðheilsufélag landsins

„Ferðafélag Íslands er ein af þessum traustu stofnunum samfélagsins, enda með mikla samfélagslega skírskotun. Félagið er ekki hagnaðardrifið og starfsemi þess gengur út að gera almenningi kleift að ferðast um landið, efla heilsu og vellíðan og sýna náttúrunni þá virðingu sem hún á skilið.“ Þetta segir Ólöf Kristín Sívertsen lýðheilsufræðingur og forseti FÍ .

Gítarinn frá grunni - 4 vikna námskeið

Vertu klár með gítarinn í næstu skálaferð eða útilegu! Námskeiðið verður haldið hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6, 108 Reykjavík. 12. nóvember – 3. desember

Styrktarganga á Úlfarsfell 23.okt kl 18:00

Ferðafélag Íslands stendur fyrir styrktargöngu á Úlfarsfell 23 október kl. 18. Gangan er til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands.

Hellingur af spennandi nýjum ferðum í bland við gamla slagara

Ótrúlegu framboði Ferðafélags Íslands er nú raðað í rekka fyrir næsta starfsár og er nótt lögð við dag. Allar þessar fjölbreyttu ferðir verða svo auglýstar sérstaklega á vef félagsins 6. desember. Margir býða spenntir eftir að skoða og panta sem getur reyndar verið vandasamt þegar svona mikið er í boði af spennandi valkostum.

Bókakynning í Gunnnarshúsi, fimmtudaginn 10. október

Bókaútgáfan Skrudda ehf og Ferðafélag Íslands kynna þar tvö nýlega útkomin rit.

FÍ skólinn tekur til starfa

Ferðafélag Íslands hefur sett á laggirnar FÍ skólann. Hlutverk FÍ skólans er að halda utan um allt fræðslustarf félagsins, þar með talið allt námskeiðahald, kennslu, fræðslu og þjálfun, bæði sem snýr að fararstjórum, skálavörðum, starfsfólki og sjálfboðaliðum og eins fyrir félagsmenn og almenning allan.

FÍ og Hvammsvík taka höndum saman

Ferðafélag Íslands og Hvammsvík hafa tekið saman höndum og munu vinna saman að því að efla og styrkja útivistarsvæði í nærumhverfi s, í Hvalfirði og Kjós.  Um leið njóta félagar í FÍ bestu kjara í sjóböðunum í Hvammsvík.  Ólöf Kristín Sívertsen forseti ferðafélagsins er mjög ánægð með samstarfsssamninginn.  ,, Við hlökkum mikið til að vinna með Hvammsvík að því að styrkja útivist í Hvalfirði og Kjós og um leið að geta gert sjóböðin í Hvammsvík að áfangastað í ferðum okkar á svæðinu," segir Ólöf.