Fréttir

Lokun skála á Laugaveginum


FÍ vísar veginn

Ferðafélag Íslands hefur á undanförnum árum sett upp upplýsingaskilti og vegvísa á fjölförnum vinsælum gönguleiðum. Upplýsingaskilti hafa meðal annars verið sett upp við skála FÍ á Laugaveginum og Fimmvörðuhálsi, sem og við upphafsstaði göngu á Esjunni, Vífilsfelli, Öræfajökli og á jökulshálsi Snæfellsjökuls. Vegvísar hafa verið settir upp á Laugavegi, Fimmvörðuhálsi, Kjalvegi hinum forna, alls yfir 40 vegvísar á þessum gönguleiðum.

Öryggismál ferðafólks á fjöllum

Ferðafélag Íslands hefur unnið að áhættumati fyrir fjölmargar gönguleiðir á Íslandi og er þeirri vinnu haldið áfram. Vinnan felst í því að kortleggja þær hættur sem við er að etja, sem geta auðvitað verið fjölmargar, sérstaklega þegar veður er vont á fjöllum. Hægt er að finna áhættumat gönguleiða hér á heimasíðunni undir fróðleik á forsíðunni. Nú þegar haustlægðir eru framundan er mikilvægt að huga vel að öryggisatriðum áður haldið er til fjalla. Góður undirbúningur og allur réttur búnaður skiptir þá mjög miklu máli.

Heilnæm útivist og fræðsla í samvinnu FÍ og Krabbameinsfélagsins

Síðastliðinn vetur hófst samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Krabbameinsfélagsins sem fólst í því að bjóða upp á reglulegar gönguferðir fyrir skjólstæðinga Krabbameinsfélagsins. Mikil ánæjga var með þetta verkefni og er því nú áfram haldið.

Hreint vatn í vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum

Fyrir nokkru síðan komu upp veikindi á Laugaveginum þar sem grunur var um að mætti rekja til mengunar í vatnsbólum. Nú hafa borist niðurstöður úr sýnatökum úr vatnsbólum á skálasvæðum FÍ á Laugaveginum. Niðurstöður staðfesta að vatnið stenst kröfur heilbrigðisyfirvalda, í Landmannalaugum, í Álftavatni, í Hvanngili og í Emstrum. Í Hrafntinnuskeri greindust coli gerlar í vatni, sem eru ekki e coli gerlar og ekki alvarlegs eðlis. Unnið er að því að tryggja að yfirborðsvatn komist ekki í vatnsbrunn í Hrafntinnuskeri. Á sama tíma hafa aðgerðir FÍ og ferðaþjónustuaðila á svæðinu gengið vel og engin veikindi greinst síðustu daga og hafa í hlutfalli af fjölda göngufólks á svæðinu verið lítil. Áfram hefur verið unnið með aukin þrif og sóttvarnir, m.a. þrif með klórblöndum og lögð áhersla á persónubundnar sóttvarnir, þrífa hendur vel og spritta, þrífa alla snertifleti og ekki síst mataráhöld og borðbúnað, með heitu vatni og sápu fyrir og eftir notkun.

Ávarp Hjörleifs Guttormssonar á útgáfufagnaði Ferðafélags Íslands 27. ágúst 2024

Kæru samfélagar í Ferðafélagi Íslands. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka Ferðafélagi Íslands, starfsmönnum þess...

Á toppi Matterhorns

Síðustu helgi klifu Tómas Guðbjartsson og Matthías Sigurðsson 4478 metra háan tind Matterhorns.

FÍ fagnar Þórsmerkurþjóðgarði

Ferðafé­lag Íslands fagn­ar því að um­hverf­is­ráðuneytið íhugi að stofna þjóðgarð í Þórs­mörk og ná­grenni.

75 ára á 9 tindum Tindfjalla

Mæðgurnar Helga Sveinbjarnardóttir 75 ára og dóttir hennar Laufey Jakobsdóttir gerðu sér lítið fyrir og gengu á 9 tinda Tindfjalla með Ferðafélagi Íslands, þar sem Hjalti Björnsson leiddi för. Helgu hafði alltaf dreymt um að ganga um í Tindfjöllum og þegar nálgaðist 75 ára afmæli hennar þá ákvað Laufey að gefa móður sinni þessa ferð í afmælisgjöf, 9 tinda Tindfjalla með FÍ. Helga hefur alla tíð verið létt á fæti, gengið mikið og verið dugleg að synda en ekki með mikla reynslu af fjallgöngum. Þrátt fyrir það gekk Helga á alla 9 tindana með seigluna og löngunina til að lára alla tindana, sem tókst...

Rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi

Nú er komið rennandi vatn í Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi. Ferðafélagið hefur í mörg ár unnið að því að koma vatni á í Baldvinsskála og eftir fjölmargar rannsóknar- og vettvangsferðir, mælingar og verkfræðilegar vangaveltur þá er rennandi vatn komið á í Baldvinsskála. Stefán Jökull Jakobsson umsjónarmaður skála FÍ og Daníel Guðmundsson, hans aðstoðarmaður kláruðu þetta verkefni í dag.