Skilmálar FÍ félagsaðildar

Með því að sækja um aðild að Ferðafélagi Íslands samþykkir þú eftirfarandi skilmála.

  • Ferðafélagið skráir nafn þitt, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang í félagaskrá sína.
  • Ferðafélagið vistar þessar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og miðlar þeim aldrei til þriðja aðila án þíns samþykkis eða í kjölfar dómsúrskurðar.
  • Hægt er að ganga úr félaginu hvenær sem er með því að hafa samband við skrifstofu FÍ í síma: 568 2533 eða senda tölvupóst á fi@fi.is
  • Ferðafélagið notar ofangreindar upplýsingar í eftirfarandi tilgangi:
    • Til að senda þér rafræna greiðsluseðla vegna árgjalds félagsins.
    • Til að senda þér upplýsingabréf með pósti, meðal annars félagsskírteini, greiðsluseðla og árbækur félagsins.
    • Til að senda þér rafræn fréttabréf um allt sem er á döfinni hjá félaginu. Hægt er að afþakka rafræn fréttabréf hvenær sem er með því að afskrá sig af póstlista félagsins. Við afskráningu er öllum upplýsingum um þig eytt úr fréttabréfakerfinu.
  • Félagsaðild FÍ er ótímabundin og endurnýjast árlega komi ekki til uppsagnar.
  • Stjórn FÍ ákveður upphæð árlegs félagsgjalds og er það birt á heimasíðu FÍ áður en nýtt ár gengur í garð.

Félagsaðild að Ferðafélagi Íslands fylgja margvísleg fríðindi og afsláttarkjör. Sjá nánar.